Frá stofnun Listar án landamæra hefur hátíðin valið einn framúrskarandi listamann úr röðum fatlaðra listamanna sem listamann hátíðarinnar.
Steinar Svan Birgisson hefur verið valinn listamaður Listar án landamæra árið 2021. Verk eftir hann munu prýða allt kynningarefni hátíðarinnar á hátíðin í ár, sem mun opna 26. október og standa til 7. nóvember. Á dagskrá verður meðal annars einkasýning með myndlistarverkum Steinars sem og gjörningalistarviðburður.
Steinar Svan Birgisson er fæddur 1982 og hefur unnið að listsköpun sinni frá ungaaldri. Hann hefur lagt stund á fjölbreytt form listsköpunnar: textaskrif, sögur, ljóð, greinar, klippimyndir, akrílverk unnin á striga, ólík form teikninga og gjörningalist. Þar að auki er Steinar ötull baráttumaður í málefnum öryrkja og hinseginfólks, sem endurspeglast í listinni.
Verk listamannsins hafa verið til sýnis vítt og breytt um borgina og landið. Til að mynda á Kaffi Mokka með Sigrúnu Huld, Gerðubergi, Gallery Gróttua, Ljósanótt í Reykjanesbæ, Bókasafn Hafnarfjarðar, sýningardagskrá sem komið var á laggirnar vegna hinsegindaga, Ásmundarsalur, Samtökin 78 - fyrsta einkasýning listamannsins.
Efnistök listamannsins eru héðan og þaðan, að miklu leyti abstrakt heimur en einnig má greina sögu í sumum myndanna; ólík blæðbrigði í lífi Steinars í bland við skáldaðan ævintýraheim. Auk teikninga og málverka skapar listamaðurinn einnig gjörninaverk þar sem hann sækir innblástur í eigið líf og málefni líðandi stundar.