PUNKTAR um AÐGENGI að MENNINGu

 
Samsett verk eftir Atla Má Indriðason, listamann Listar án landamæra 2019

Samsett verk eftir Atla Má Indriðason, listamann Listar án landamæra 2019

List án landamæra fær á hverju ári fjölda fyrirspurna um hvernig auka megi aðgengi að menningu og hvernig gera megi betur ráð fyrir öllum á listviðburðum, bæði áhorfendum og þátttakendum. Við höfum því safnað saman nokkrum punktum sem okkur finnst gott að styðjast við þegar við skipuleggjum viðburði. Þessi listi er ekki tæmandi og við viljum gjarnan fá frekari ábendingar.

 

Hlutir sem gott er að hafa í huga

  • Leitaðu ráða og aðstoðar hjá sérfræðingi.

  • Verið óhrædd við að segja „Ég veit þetta ekki en mig langar að vita það og geta gert betur“. Þannig opnum við samfélagið. Það er til fjöldinn allur af samtökum sem geta svarað fyrirspurnum um betra aðgengi. Það má t.d. hafa samband við

  • Hafa listamenn sem hafa sýnt hjá þér undanfarin ár endurspeglað margbreytileika samfélagsins?

    Rétt eins og við reynum eftir fremsta megni að endurspegla jöfn kynjahlutföll þá ættum við einnig að reyna að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Þátttaka sem endurspeglar margbreytileika samfélagsins ætti ekki að vera undantekning eitt árið, heldur ættum við alltaf að leggja okkur fram við að sýna samfélagið eins og það er í raun og veru. Skipuleggjendur menningarviðburða gegna lykilhlutverki í að bæta stöðu fatlaðra listamanna í listheiminum. Það sem vefst oft fyrir fólki er einfaldlega tengslanetið. Við bendum á að List án landamæra hefur síðustu ár verið ráðgefandi aðili í þessum efnum. Á heimasíðu hátíðarinnar má einnig sjá upplýsingar um alla listamenn sem hafa verið valdir listamenn hátíðarinnar síðustu ár. Hér á síðunni er tenglalisti þar sem nálgast má upplýsingar um íslenska og erlenda listamenn og stofnanir.

  • Bjóddu upp á fleiri en einn máta til þess að sækja um þátttöku.

    Texti og textaskrif geta verið mjög hamlandi fyrir marga. Það má t.d. bjóða uppá símatíma á fyrirfram ákveðnum tíma til að fá aðstoð við að fylla út umsóknarformið. Passaðu að nota einfalt mál ef hægt er að leggja fram beiðnir í gegnum skráningarform eða annan sjálfvirkan búnað.

  • Menning er í grunninn ekki aðgengileg fyrir alla sökum kostnaðar.

    Bjóddu uppá öryrkjaafslátt og ekki láta aðstoðarfólk greiða inná viðburði.

  • Gerðu ráð fyrir margbreytileikanum.

    Við höfum ólíkar þarfir. Sumar manneskjur þurfa lengri tíma til að meðtaka upplýsingar, aðrar þurfa nánari útskýringar. Mundu að sumar fatlanir eru ósýnilegar. Hver og einn ákveður sjálfur hvaða aðgengislausnir hann þarf.

  • Auglýstu aðgengi.

    Gakktu úr skugga um að upplýsingar um viðburðinn séu aðgengilegar öllum mögulegum þátttakendum. Þetta er sára einfalt og slær á aðgengiskvíða hjá þeim sem þurfa annars alla jafna að leggja á sig mikla vinnu til þess að komast að því hvort að rými séu aðgengileg. Hér má sjá aðgengisviðmiðin sem List án landamæra notar:

Grænt aðgengi: Aðgengi er gott. Skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.
Gult aðgengi: Aðgengi er sæmilegt, ekki er aðgengilegt salerni á staðnum, blátt bílastæði er ekki nálægt húsi.
Rautt aðgengi: Sýningarrýmið er óaðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun.

  • Reyndu eftir fremsta megni að hafa allan texta á auðlesnu efni.

    Þannig gerir þú ráð fyrir öllum, ekki bara sumum. Fjárfestu í vefþulu fyrir heimasíðu. Forðastu að birta mikilvægar upplýsingar eingöngu á myndum (t.d. í auglýsingu sem er vistuð á myndaformi) sem vefþulan getur ekki túlkað. Þegar þú notar litaðan texta eða bakgrunn skaltu velja afgerandi liti til að tryggja læsileika hjá einstaklingum með litla sjón eða litblindu. Athugaðu hvort auglýsingin þín á vídeói sé skiljanleg án hljóðs, reyndu annars að texta vídeóið. Hér má finna kennslubók um gerð auðlesins texta.

  • Kortlegðu aðgengilegar leiðir um bygginguna og almenningsrými.

    Farðu yfir leiðir sem einstaklingar munu fara t.d á milli bílastæða, inngangs, sýningarsals og salernis. Merktu greinilega aðgengilegar leiðir og/eða staðsettu starfsmenn til að veita leiðbeiningar um leiðir. Tilgreindu hvernig einstaklingar geta komist hjá óaðgengilegum inngöngum og í aðgengilega. Er lyfta fyrir viðburði á efri hæðum? Eru háir þröskuldar? Ef viðburðurinn þinn fer fram á mörgum stöðum settu þá fram upplýsingar um hvernig hægt er að komast á milli staða. T.d. hvar eru tröppur, lyftur o.s.frv.

  • Hafðu tímasetningu skýra.

    Taktu fram hvenær viðburður hefst og hvenær hann endar. Það auðveldar þeim sem nota ferðaþjónustu eða annan stuðning að sækja viðburðinn.

  • Gefðu ekki afslátt af aðgengi við val á rými.

    Gættu þess að rýmið sé aðgengilegt öllum. Er góð lýsing? Er gott hljóð? Er pláss fyrir hjólastóla? Er pláss fyrir táknmálstúlk og geta allir séð hann? Hafa allir listamenn aðgengi að bakherbergi? Hægt er að styðjast við listann sem er hér að neðan.

Notendur hjólastóla

  • Breiðar hurðir með opnunarhnappa

  • Inngangar með römpum

  • Aðgengilegar lyftur

  • Breiðar gangar

  • Herbergi með nægt pláss fyrir hjólastólanotendur

  • Baðherbergi með hjólastólaaðgengi

Fólk með námsörðugleika eða þroskahömlun

  • Einfalt mál

  • Skriflegar leiðbeiningar

  • Upptökur og upplestur t.d. vefþula

  • Upplýsingar, bæklingar og tímasetningar afhentar áður en viðburðurinn hefst

  • Hlé, pásur

Sjónskertir

  • Blindraletur

  • Stórt letur

  • Rafræn texti

  • Stækkunarverkfæri

  • Stillanleg lýsing

  • Merkingar með blindraletri

Skynfötlun (Sensory Disabilities)

  • Efnalaus stefna (til dæmis enginn ilmur)

  • Mismunandi lýsing (náttúruleg lýsing í stað flúrperu)

  • Rólegt rými til að ganga/hvíla frá skynjunarálagi

  • Leyfa að fólki að hreyfa sig á meðan á viðburðum stendur

  • Engin strobeljós eða reykvélar

Fólk með heyrnarleysi eða heyrnarskerðingu

  • Textun

  • Táknmáls túlkun eða textun í rauntíma

  • FM-kerfi / Persónulegir magnarar

  • Upplestrartól á texta t.d. vefþula

 

Sjóðir

Því miður eru ekki margir styrkir sem styrkja viðburðahaldara til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna aðgengis. Hér eru nokkrir:

  • Bjargarsjóður - Félag heyrnarlausra.
    Styrkir textun eða túlkun á leikritum, kvikmyndum, fræðslu- og heimildarmyndum.

  • Stuðningur til sjálfstæðis - Blindrafélagið.
    Veitir m.a. styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

  • Jafnréttissjóður - Forsætisráðuneytið.
    Áhersla á verkefni tengd kynjajafnrétti - en mætti reyna.  

  • Borgarsjóður - til mannréttindamála. Reykjavíkurborg.

  • Úrbótasjóður tónleikastaða - Reykjavík
    Tónleikastaðir geta m.a. sótt um styrk til þess að bæta aðgengi.

  • Samfélagssjóðir fyrirtækja

Hvar má leigja/kaupa aðgengishjálpartæki?

Tenglar á kennsluefni og fræðslu

Tenglar á listafólk og stofnanir sem vinna með fötluðu listafólki

Athugið - listinn er alls ekki tæmandi. Við tökum glöð á móti fleiri ábendingum.

  • Liztvinnslan - Listvinnzlan er skapandi vettvangur á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista.

  • Safnasafnið - Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna og sýna jöfnum höndum list eftir leika sem lærða, þó að meginstofni verkum sjálfmenntaðra listamanna. Safneignin telur um 6.400 listaverk

  • Tónstofa Valgerðar - Í tónstofunni fer fram kennsla fyrir nemendur sem þurfa sérstakan stuðning. Nemendur læra á fjölbreytt hljóðfæri og söng. Auk þess er hefur tónstofan starfsrækt Bjöllukórinn í fjölda ára sem hefur verið virkur í menningarlífinu

  • Myndlistarskólinn í Reykjavík - Myndlistarskólinn hefur staðið fyrir diplómanámi í myndlist og hefur í fjölda mörg ár verð með vinnustofur í myndlist fyrir listamenn með þroskahömlun.

  • Fjölmennt - Fjölmennt er símenntunarmiðstöð fyrir fatlað fólk. Þar er m.a. hægt að stunda nám í tónlist og myndlist

  • Sólheimar - Fjöldi listmanna býr og starfar á Sólheimum. Þar eru nokkrar vinnustofur sem að listamenn sækja.

  • EOA - European Outsider Art Association - Evrópusamtök safna, hátíða og stofnanna sem einbeita sér sértaklega að list fatlaðra listamanna, alþýðulist og jaðarlist. Á síðunni má m.a. finna lista yfir alla meðlimi og kort yfir helstu söfn og gallerý í Evrópu.

  • RAW Vision - Blað sem gefið er út nokkrum sinnum á ári og einblínir á list fatlaðara listamanna, utangarðslist og alþýðulist

  • Creative Growth - Vinnustofa fyrir fatlaða listamenn í Kaliforníu. Listamenn sem sótt hafa vinnustofuna hafa sýnt víða og hafa m.a. tekið þátt í Feneyjartvíæringnum.

  • Outsider Art Fair - Listamessa sem einblínir á list fatlaðara listamanna, utangarðslist og alþýðulist og haldin er árlega í janúar í New York og í október í París

  • Disability Arts International - Heimasíða sem leggur áherslu á sýnileika atvinnulistahópa fatlaðra listamanna. Á síðunni má m.a. finna lista yfir ýmis verkefni og hópa.