heiðursverðlaun 2024

 

BjölluKÓr TÓNSTOFU VALGERÐAR

Bjöllukórinn var stofnaður haustið 1997 af Valgerði Jónsdóttur skólastjóra Tónstofu Valgerðar. Í dag eru meðlimir kórsins tólf. Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, og Íris Björk Sveinsdóttir.

Bjöllukórinn hefur komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa komið fram með tónlistarmönnum á borð við Möggu Stínu, Sigur Rós og Retro Stefsson. Kórinn hefur einnig tekið þátt í verkefnum í Noregi, Finnlandi og í Lettlandi.  Síðasta ævintýri Bjöllukórsins var þátttaka í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þau hafa gefið út tvær plötur, árið 2012 og 2017, sem má finna á Spotify. Í haust bíða svo fleiri spennandi verkefni kórsins bæði hérlendis og erlendis, að sjálfsögðu munu þau halda stórtónleika á dagskrá Listar án landamæra.