listamaður listar án landamæra 2024

 
Elín Sigríður María Ólafsdóttir heldur á blómvendi og viðurkenningarskjali með merki Listar án landamæra

Elín sigríður María Ólafsdóttir

„VIÐ SJÁUM ÞAÐ SEM VIÐ VILJUM SJÁ“

Myndlistarsýning í Sverrissal (1. hæð) í Hafnarborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði.

Sýningin opnar 29. ágúst klukkan 20:00.
Sýningin stendur til 3. nóvember.

 

Elín er myndlistarkona, leikkona og skáld. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningu á Café Mokka. Meðal samsýninga er sýningin Áhrifavaldar á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og samstarfssýning með Kristínu Gunnlaugsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar á dagskrá Listahátíðarinnar List án landamæra. Elín hefur sýnt erlendis hjá gallerí Inuti í Stokkhólmi. Hún hefur stigið á svið með Tjarnarleikhúsinu og sinnir líka ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnslunnar. Á hátíðinni 2024 verður Elín með sýningu í Sverrissal Hafnarborgar.

Elín Sigríður María stendur fyrir  7 málverk í mörgum litum
 

Sýnishorn af verkum Elínar