LISTHÓPUR HÁTÍÐARINNAR 2024

 

Fjölleikhúsið

Fjölleikhúsið var stofnað 2022 utan um leiklistarnámskeið í Fjölmennt undir leiðsögn Margrétar Pétursdóttir, leikkonu. Þau hafa sannarlega skotist hratt á toppinn, þau héldu sína fyrstu leiksýningu á dagskrá Listar án landamæra í Gerðubergi 2022 en svo í desember 2023 voru þau með heilan leikþátt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Fjölleikhúsið setur á svið frumsamin leikverk, þau spinna saman sketsa og grín í kringum aðstæður eins og partí (fyrsta leikverkið) eða í leigubíl (eins og í verkinu Hæ Taxí) sem þau sýndu í Þjóðleikhúsinu og gera það með miklum húmor en líka ákveðinni einlægni og hjartnæmni.