Snorri byrjaði að fást við myndlist fyrir um 25 árum síðan í listasmiðju Bjarkarás. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum á vegum Listar án landamæra m.a. í Listasal Mosfellsbæjar 2013 ásamt Helga Þorgils Friðjónssyni myndlistarmanni. Á yfirlitssýningu Snorra í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík 2020 var gefin út bók með úrvali af myndum eftir Snorra. Árið 2022 tók Snorri þátt í sýningarröðinni Umhverfing ásamt Halldóri bróðir sínum í Ólafsdal í Dölunum. Á hátíðinni 2024 verður Snorri með sýningu í Gallerí Fold.