Bára halldórsdóttir
Bára Halldórsdóttir er athafnamanneskja í orkulausum og dyntóttum líkama. Hún hef sterka þörf til að byggja brýr milli heima, sýna veröld langveiks fólks, fatlas fólks og öryrkja. Hún vill rjúfa einangruna og nota sig og reynslu sína sem dæmi og birtingarmynd þeirra sem geta ekki eða hafa ekki orku til að gera það opinberlega. Hún er móðir, amma, kona, manneskja.
Í gegnum tíðina hefur Bára skrifað greinar, tekið þátt í ýmsum atburðum, haldið ræður, og nýlega framið gjörninginn INvalid/ÖRyrki sem fékk viðurkenninguna Punch In The Face Award frá Reykjavík Fringe Festival 2019. Haustið 2019 stimplaði sig hún á spjöld sögunnar þegar hún kom upptökum af kvölstund á Klausturbar í hendur fjölmiðla
Bára mun sýna innsetninguna og gjörninginn Haltur leiðir blindan laugardaginn 5. október frá kl. 15 til 16 og sunnudaginn 6. október frá kl. 13 til 16. Verkið er byggt á upplifun og lífi fatlaðra kvenna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera sjálfstæðar, fatlaðr konur sem Bára hefur kynnst í gegnum störf sín í baráttumálum fyrir fatlað og langveikt fólk. Sýningin skoðar persónuleika hverrar konu fyrir sig og hvort það sé samfélagið eða þær sem eru fatlaðar. Gestum er boðið inn í þeirra heim á þeirra forsendum. Hver einstaklingur er fjölþættur marghliða og einstakur, en sýn okkar á fatlaðar konur mótast oftast meira af fötlun þeirra en persónuleikum þeirra og eiginleikum. Hugmyndin er að skoða heiminn frá þeirra sjónarhóli, hvernig það hefur áhrif á möguleika þeirra á því að vera séðir sem raunverulegir einstaklingar en ekki bara eftir flokkun eða aðgengisþörfum. Við bjóðum gestunum inn í þeirra heim á þeirra forsendum.