Fíflast með fíflum - leið til geðræktar
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Fíflast með fíflum - leið til geðræktar.
Listahópur Hlutverkaseturs sýnir verk sem unnin eru út frá hugmyndum um fíflablóm en einnig um þá gleði að fíflast. Myndverk, skúlptúrar, bækur, hannyrðavörur og fleira.
Við fíflumst og skemmtum okkur saman og gerum það sem leið til geðræktar.
Hlutverkasetur er virknimiðstöð þar sem fólk getur valið sér verkefni við hæfi í listasmiðjum og á fjölbreyttum námskeiðum. Innan veggja Hlutverkaseturs er mikið um hæfileikaríkt fólk og á opnuninni þann 16. sept verður Listahópur Hlutverkaseturs með gjörninga í takt við þema sýningarinnar.
Sýningin er hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu sinni.
Aðgengi að sýningarsölum er til fyrirmyndar. Við hlökkum til að sjá ykkur öll