ENGLISH BELOW
Sunnudaginn 13. september kl. 14:00 munu verður sjónlýsing um sýningu Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur, „Við sjáum það sem við viljum sjá“ í Hafnarborg. Elín eða E.S.M.Ó. er listamanneskja Listar án landamæra 2024.
Sjónlýsing er aðferð til að færa sjónræna hluti og upplifun í orð og lýsa fyrir þeim sem ekki geta séð með eigin augum. Þórunn Hjartardóttir og Guðbjörg H. Leaman verða með lýsinguna, en þær hafa unnið saman við sjónlýsingar síðan 2012, þegar fyrstu skipulögðu sjónlýsingarverkefnin á íslensku fóru fram hér á landi.
UM SÝNINGUNA
Á sýningunni getur að líta úrval verka sem spanna feril listakonunnar, frá upphafi til dagsins í dag, en efnistökin eru jafnan ævintýraleg, auk þess sem hún vinnur gjarnan með sjálfið á mismunandi hátt er hún finnur sköpunarkrafti sínum farveg í máli og myndum. Þá hefur leiklist og skapandi tjáning á sviði jafnframt verið stór þáttur í lífi Elínar en hún hefur starfað með leikhópnum Tjarnarleikhúsinu um árabil, gefið út ljóðabækur og komið að öllum þáttum leiksýninga, svo sem búningahönnun og leikmyndagerð.
Elín Sigríður María Ólafsdóttir (f. 1983), myndlistarkona, leikkona og skáld, hefur stundað nám af ýmsu tagi, einkum þó listnám bæði hér heima og erlendis, og lauk diplómanámi í myndlist fyrir fatlaða frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017. Listaverk Elínar hafa birst víða bæði á einka- og samsýningum, þar á meðal í Listasal Mosfellsbæjar og í Safnasafninu, sem og í bókum og í tímaritum. Elín hefur jafnframt sýnt reglulega í samstarfi við List án landamæra, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
//
Sunday, September 13 at At 14:00 there will be a visual description of Elínar Sigríðar María Ólafsdóttir's exhibition, "We see what we want to see" in Hafnarborg. Elín or E.S.M.Ó. is an artist of Arts Without Borders 2024. The event will be in Icelandic.
Visual description is a method of putting visual objects and experiences into words and describing them to those who cannot see with their own eyes. Þórunn Hjartardóttir and Guðbjörg H. Leaman will provide the description, they have been working together on visual description since 2012, when the first organized visual description projects in Icelandic took place.
ABOUT THE EXHIBITION
At the exhibition, you can see a selection of works that span the career of the artist, from the beginning to the present day. The subject matter is always adventurous, and she likes to work with the self in different ways as she finds a way for her creativity in words and pictures. Acting and creative expression on stage have also been a big part of Elín's life, as she has worked with the Tjarnar Theater group for years, published poetry books and was involved in all aspects of theater productions, such as costume design and set design.
Elín Sigríður María Ólafsdóttir (b. 1983), visual artist, actress and poet, has pursued studies of various kinds, especially art studies both at home and abroad, and completed a diploma course in art for the disabled from Reykjavík Art School in 2017. Elín's artwork has been published widely both in private and group exhibitions, including in Mosfellsbær's Art Gallery and in the Museum, as well as in books and magazines. Elín has also exhibited regularly in collaboration with Art without Borders, in addition to advising on accreditation as a member of the Art Workshop.
Admission is free - all are welcome.