List án landamæra tekur þátt í NOA í Danmörku
Síðustu ár hefur List án landamæra verið þátttakandi í norræna samvinnuverkefninu NOA - Nordic Outsider art. Listmenn og starfsmenn fimm listastofananna hittast nú í maí til að styrkja tengsl listamanna og samtaka innan norrænu landana. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Randers í Danmörku en áður hafa verið haldnir fundir í Finnlandi og á Íslandi. Ragnheiður Maísól, framkvæmdarstýra hátíðarinnar, og Elín. S. M. Ólafsdóttir, listakona, taka þátt fyrir hönd Listar án landamæra. Þær munu taka þátt í námskeiðum þar sem unnið verður með vídjólist, ljósmyndun og skúlptúra.Finnsku samtökin Kettuki eru í forsvari fyrir verkefnið. Aðrir þáttakendur eru GAIA Museum Outsider Art frá Randers í Danmörku, Kaarisilta í Finnlandi, Inuti í Svíþjóð og List án Landamæra. Verkefnið er stykt af Norrænu menningargáttinni.Verkefnið NOA- Nordic Outsider Art er ætlað til að styrkja tengslanet þeirra stofnanna og hátíða sem vinna að því að koma list fólks með fötlun og þroskahömlun á framfæri. Í ár er markmið verkefnisins að styrkja samvinnu þátttökulandanna sem og auka fjölbreyttni og efla gæði vinnuaðferða í listsköpun. Þátttakendur munu fá kennslu í nýjum vinnuaðferðum, bæði til að nota í sinni eigin listsköpun en einnig til að geta miðlað þeim áfram sjálf þegar heim er komið. Að auki er lögð mikil áhersla á að þátttakendur læri hvort af öðrum.Í framhaldi af NOA verkefninu fer fram ráðstefna EOA - European Outsider Art. Hún er einnig haldin í Randers en munu þátttakendur heimsækja nærliggjandi borgir og stofananir sem vinna að sömu markmiðum. T.a.m. verður Kavarana listhúsið í Árósum heimsótt.Ragnheiður Maísól og Ella ætla að leyfa ykkur að fylgjast með ráðstefnunni á Instagram síðu List án landamæra - instagram.com/listanlandamaera/