Fréttabréf - VIKA #1

List án landamæra vaknar til lífsins

Með hækkandi sól vaknar listahátíð fjölbreytileikans, List án landamæra, til lífsins. Eins og venjan er, verða sýningar um land allt og munum við senda út vikuleg fréttabréf svo að gestir hátíðarinnar geta fylgst með hvaða viðburðir eru í gangi hverju sinni. Hátíðin stendur yfir í átta vikur.

Við minnum ykkur á að „líka við” hátíðina á Facebook. Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Instagram og Twitter.

VIKA 1

6. - 13. apríl

Þessa vikuna er formleg opnun hátíðarinnar og dagskráin er, enn sem komið er, bara byrjuð á höfuðborgarsvæðinu.

10. apríl

Opnun Listar án landamæra

Föstudaginn 10. apríl klukkan 17.30 verður hátíðin formlega opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Kynnar á opnuninni verða Maggi Mix og Salka Valsdóttir, Reykjavíkurdóttir.
Borgarfulltrúinn Björn Blöndal mun setja hátíðina, Valur Geislaskáld fer með ljóð og Reykjavíkurdætur munu stíga á stokk ásamt góðu fólki. Auk þess verður sýnd stuttmynd um samstarf Íslenska dansflokksins og Klettaskóla. Þau vinna saman að dansverkinu Stjörnustríð 2, sem sýnt verður í heild sinni þann 21. apríl við opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpunni

Meistarar - Samsýning á opnun

Samhliða setningu hátíðarinnar mun samsýningin Meistarar vera opnuð. Þeir listamenn sem sýna verk sín þar eru Atli Viðar Engilbertsson, Gígja Thoroddsen, Hrefna Daníelsdóttir, Karl Guðmundsson og Ásgeir Valur Sigurðsson.

Sýningin stendur til 19. apríl.
Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga kl. 08-19. Helgar kl. 12 - 18

11. apríl

Kirkjur og hús

Laugardaginn 11. apríl opnar sýningin Kirkjur og hús í Týsgalleríi, Týsgötu 3, 101 Reykjavík. Opnunargestir eru beðnir um að mæta í anddyri Hallgrímskirkju kl. 13 (1) þar sem Ingi Hrafn Stefánsson og Birna Þórðardóttir munu leiða gesti frá kirkjunni og niður í Týsgallerí. Ingi Hrafn og Sigrún Huld Hrafnsdóttir sýna saman verk sín í galleríinu. Hugðarefni Sigrúnar eru meðal annars hús en Inga Hrafns eru kirkjur.

Sýningin stendur til 25. apríl.

Opnunartímar: Miðvikudaga - laugardaga 13 - 17 (1-5)

12. apríl

Allt og alls konar

Sunnudaginn 12. apríl kl. 15 (3) opnar samsýningin Allt og alls konar í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík. Gert verður eitt stórt verk með útlínum valinna verka á sýningunni sem gestir og gangandi geta litað inn í og þannig búið til eitt stórt listaverk saman.

Sýningin stendur til 10. maí

Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga kl. 9-17. Helgar kl. 12-17

Eftirtaldir sýna verk sín: Atli Már Indriðason, Ásgeir Ísak Kristjánsson, Daníel Ólafsson, Edda Guðmunsdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir, Egill Steinþórsson, Gauti Árnason, Gígja Garðarsdóttir, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson, Jónína Hjartardóttir, Kolbeinn Jón Magnússon, Matthías Már Einarsson, Sigurður Reynir Ármannsson og Vilhjálmur Guðmundsson

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að koma og fagna með okkur!

ÓflokkaðIris