[gallery]

Fyrsti POP UP viðburður Listar án landamæra 2015 er:

Sýning á verkum Elfu Bjarkar

Opnun: Fimmtudagur 9. apríl

Hvar: Gallerí undir stiganum, Bókasafninu Þorlákshöfn.

Opnunartímar: Mánudaga - miðvikudaga kl. 11-18, fimmtudaga kl. 11-19 og föstudaga kl. 11-17 (11-5)

Elfa Björk fékk fyrst tilsögn frá myndlistarkonunni Öldu Ármönnu Sveinsdóttur árið 1972, en þá var Elfa einungis 10 ára gömul. Veturinn 1993-94 sótti hún myndlistarnámskeið á vinnustofu Öldu í Reykjavík. Á árunum 2010-2011 sótti hún einkatíma í myndlist hjá Margrét Long, myndlistarkennara á Selfossi. Einnig sótti hún einkatíma í glerlist hjá Dagnýju Magnúsdóttur í glerlistasmiðjunni Hendur í Höfn í Þorlákshöfn veturna 2011-2013.

Þetta er fyrsta einkasýning Elfu Bjarkar, en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum. Má þar nefna Vistverur, bjartar og djúpar í Háskólabíó í júní árið 1994 og afmælissýningu Umsjónarfélags einhverfra í Ráðuhúsi Reykjavíkur í nóvember árið 1997. Einnig hafa myndverk eftir listakonuna verið á sýningum erlendis.