Höfuðborgarsvæðið - staðan
Við skulum fara aðeins yfir stöðuna á Höfuðborgarsvæðinu en þar standa yfir ýmsar sýningar:
- Í dag, 6. maí, klukkan 13.00 - 15.00 (1-3) er dansnámskeið í Hinu Húsinu á þriðju hæð. Opið öllum og ókeypis aðgangur
- Í kvöld klukkan 19.30 (7.30) á stóra sviði Þjóðleikhússins verður sýning Sólheima sýnd. Aðgangseyrir er 1.000 krónur ef þið komið á vegum Listar án landamæra, (segja það í miðasölu)
- Á föstudaginn klukkan 17.00 (5) verður sýningarhóf í Tjarnarbíói en núna stendur þar yfir myndlistarsýningin Litagleði, opið alla daga til 23.00 (11)
- Í Týsgalleríi stendur yfir sýningin Málað eftir sjónlýsingum en hún klárast núna um helgina
- Í Norræna húsinu má sjá sýninguna Skapandi samtal við blaktandi tjöld Völundarhúss fram að 18. maí
- Í Listasal Mosfellsbæjar stendur yfir sýningin Rjóminn en þar má sjá verk fimm listamanna og þar á meðal Sigrúnar Huldar, listamann hátíðarinnar í ár
- Listasafn Íslands bað um að hafa sýninguna Að sjá og skapa - ungir og efnilegir, lengur uppi og gefst fólki tækifæri á að sjá hana til og með 12. maí
- Á laugardaginn verður hægt að sjá Hamlet litla í Borgarleikhúsinu með sjónlýsingum og táknmálstúlkun í einu, frumraun í íslensku leikhúsi!
- Næsta helgi er síðasta sýningahelgin í Örgalleríi en þar má sjá afar fallegt safn Öryggismiðstöðvarinnar með verkum eftir listamenn Listar án landamæra
- Í Læk í Hafnarfirði er hægt að skoða sýningun Vinátta til og með 15. maí
- Þann 18. maí flytur svo Bjöllukór Tónstofu Valgerðar lög í Fríkirkjunni klukkan 16.00 (4)
Lengi lifi listin og gleðilegt sumar!