FRÉTTABRÉF - Janúar

 

Janúar - fréttabréf

Við hjá List án landamæra viljum byrja á að segja gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna.

Við viljum þakka öllu listafólkinu sem tók þátt í hátíðinni árið 2022. Án ykkar væri engin hátíð.

Framundan er viðburðaríkt ár og vonumst við eftir að sjá ykkur sem flest.

Listrænn stjórnandi í fæðingarorlof

Hún Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, á von á barni og fer því í fæðingarorlof í janúar. Til hamingju Jóhanna og gangi þér allt í haginn! Takk fyrir vel unnin störf og við hlökkum til að sjá þig aftur eftir orlof.

Í stað Jóhönnu kemur Íris Stefanía Skúladóttir en hún stýrði hátíðinni frá 2013-2017. Velkomin aftur Íris!

Framundan hjá List án landamæra:


20 ára afmæli 2023!

Í ár, árið 2023, fögnum við 20 ára afmæli hátíðarinnar! Við hvetjum ykkur til að fylgjast með samfélagsmiðlum okkar, Instagram og Facebook, því við ætlum að rifja upp sögu hátíðarinnar allt frá stofnun hennar árið 2003 og til dagsins í dag.

Fylgið okkur á FACEBOOK og INSTAGRAM

Lokahelgi För eftir ferð

Myndlistarsýningin För eftir ferð á dagskrá hátíðarinnar á Gerðarsafni lýkur á sunnudaginn 8. janúar. Á sýningunni eru verk eftir bæði íslenska og tékkneska listamenn sem vinna í ýmsa miðla.


Nánar um sýninguna


List án landamæra í NÝLÓ

Þann 26. janúar 2023 opnar sýningin Brot af annars konar þekkingu Í Nýlistasafninu (NÝLÓ). Sýningin er unnin af tékkneska galleríinu MeetFactory í samstarfi við List án landamæra. Sýnd verða verk eftir tékkneskt og íslenskt nútímalistafólk, meðal annars listafólk sem hefur sýnt á List án landamæra. Við hlökkum til að sjá ykkur á opnuninni!

Nánar um sýninguna

The exhibition was organised within the partnership between Art Without Borders and MeetFactory and supported by the people of Iceland, Liechtenstein and Norway through the EEA Grants and the Ministry of Culture of the Czech Republic.

- https://www.nylo.is/en-us/exhibitions/brot-af-annars-konar-%C3%BEekkingu - www.meetfactory.cz
- eeagrants.org

 
List án landamæra