LIST ÁN LANDAMÆRA - Norðurland | Facebook
LIST ÁN LANDAMÆRA - Norðurland | Facebook
Á morgun, 3. maí klukkan 14-16 (2-4), er opnunarhátíð Listar án landamæra fyrir Norðan. Opnunin verður haldin í sal Síðuskóla, Bugðusíðu á Akureyri.
Dagskráin er þessi:
- Ávarp
- Leiksýning og tónlistaratriði Fjölmenntar á Akureyri - Á opnunarhátíðinni verður sýndur afrakstur tveggja námskeiða sem haldin voru á vegum Fjölmenntar vorið 2014. Annars vegar verður flutt tónlistaratriði þar sem þátttakendur af tónlistarnámskeiði spila og syngja undir stjórn Skúla Gautasonar. Hins vegar mun Leikhópur Fjölmenntar sýna leikverk sem Saga Jónsdóttir samdi sérstaklega fyrir hópinn. Saga leikstýrir einnig verkinu.
- Jón Hlöðver Áskelsson flytur meðal annars nýtt frumsamið lag, Sjónarmið.
- Þroskahjálp býður upp á vöfflukaffi.
Hægt er að lesa meira um dagskrá Listar án landamæra fyrir Norðan með því að fara á viðburðinn á facebook hér að ofan.