List án landamæra leita að framkvæmdastjóra
Nýráðinn listrænn stjórnandi er kominn vel á veg með skipulag hátíðarinnar sem verður í haust en vantar nú liðsauka í formi framkvæmdastjóra!
Helsta hlutverk framkvæmdastjóra er að sjá um fjármál og praktísk atriði en starfið felur líka í sér skapandi vinnu með listrænum stjórnanda og listafólki hátíðarinnar.
Ráðið verður í starfið í gegnum átakið Hefjum störf á vef vinnumálastofnunar.
Hægt er að sækja um inn á mínum síðum hjá vinnumálastofnun. Umsóknareyðublaðið er aðeins aðgengilegt þeim uppfylla skilyrði Hefjum störf átaksins, það eru þau sem hafa verið án atvinnu í að minnsta kosti einn mánuð. Umsóknarfrestur er til miðnættis 31. maí.
Viltu sækja um en ert ekki viss hvernig? Hafðu samband við info@listin.is eða beint við vinnumálastofnun, postur@vmst.is.
Nánar um starfið:
List án landamæra er listahátíð þar sem stór hópur fólks, fatlaðir og ófatlaðir, sýnir listsköpun sína, myndlist, leiklist, tónlist og handverk. Í ár mun hátíðin eiga sér stað í lok október. Þegar er starfandi við hátíðina einn starfsmaður sem listrænn stjórnandi. Möguleiki er á því að starfsmenn bætist við í einstök verkefni á borð við markaðssetningu.
Listrænn stjórnandi starfar í umboði sex manna stjórnar og framkvæmdastjóri er ráðinn með samþykki stjórnar. Ráðningartímabil hefst sem fyrst og stendur til desember 2021. Um er að ræða að meðaltali 50% starf þar sem vinnutími er sveigjanlegur og eftir samkomulagi. Gera skal ráð fyrir því að vinnuálagið verði mest í kringum hátíðina.
Hlutverk
Heldur utan um styrktarumsóknir
Fjármálaumsjón
Praktískt skipulag sýninga og viðburða
Hugmyndavinna með listrænum stjórnanda og listafólki
Umsjón með markaðssetningu og samfélagsmiðlum ásamt listrænum stjórnanda
Ráðning starfsfólks í sérverkefni ásamt listrænum stjórnandi og stjórn (ljósmyndara, grafíska hönnuði, o.þ.h.)
Hæfniskröfur
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Reynsla af styrktarumsóknum
Reynsla af bókhaldsvinnu
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Reynsla af viðburðarskipulagi og/ eða menningartengdri verkefnastjórnun
Þekking og áhugi á listum
Þekking og áhugi á málefnum fatlaðs fólks