Óskað eftir tillögum að listmanni Listar án landamæra 2018

Ár hvert velur List án landamæra listamann hátíðarinnar. Á síðasta ári var það listakonan GÍA - Gígja Guðfinna Thoroddsen sem var valin listamaður hátíðarinnar 2017. Nú óskar hátíðin eftir tillögum að listamanni hátíðarinnar 2018. Athugið að tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, ritlist, leiklist, dansi, hönnun o.s.frv. Öllum er frjálst að tilnefna listamann.

Verk eftir listamann hátíðarinnar munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar árið 2018 og lögð verður sérstök áhersla á verk listamannsins á hátíðinni yfir árið. GÍA, listamaður hátíðarinnar 2017, hélt þrjár einkasýningar á árinu, verk hennar birtist í bókinni Ég er drusla sem Druslugangan gaf út og verk hennar prýddu allt markaðsefni List án landamæra.

Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupóst á listanlandamaera@gmail.com fyrir miðvikudaginn10. janúar 2018.

Með tilnefningunni skulu fylgja eftirfarandi gögn:- A.m.k. fjórar myndir af verkum eftir listamanninn- Ferilskrá sem rekur fyrri sýningar og listræn störf-Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanninum og þeim sem tilnefnir.

Nánari upplýsngar veitir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, framkæmdastýra hátíðarinnar á netfangingu listanlandamaera@gmail.com og í síma 691 8756

Stjórn List án landamæra