NOA - Nordic Outsider Art

Í haust heimsótti List án landamæra aðila frá Norðurlöndunum sem vinna að því að koma list fatlaðs fólks á framfæri. Heimsóknin var fyrsta skrefið í áttina að norrænu samstarfi sem hefur fengið heitið NOA - Nordic Outsider Art.Þann 23. maí 2016 fara forsvarsmenn hátíðarinnar ásamt listamanni hátíðarinnar í ár, Erlu Björk Sigmundsdóttur, til Inuti í Svíþjóð. Þar mun Erla ásamt listamönnum frá Finlandi, Danmörku og Svíþjóð taka þátt í vinnustofum og deila þekkingu og aðferðum sínum við listsköpun.Markmið samstarfsins er að styrkja tengslin á milli fatlaðra listamanna (e. outsider artistis) og stofnanna eða samtaka sem sérhæfa sig í að koma list þeirra á framfæri. Hægt er að lesa meira um verkefnið hér: NOA_BULLETIN_MAY_13th_2016_final Aðrir samstarfsaðilar í verkefninu ásamt List án landamæra eru; KETTUKI, GAIA museum, Kaarisilta og Inuti. Verkefnið er styrkt af Nordisk Kulturfond og Norden - Nordic Culture Point. Hér er hægt að lesa meira um alla samstarfsaðila:  NOA_bulletin_participants 13217239_611691318984848_1090469302867511633_o 

ÓflokkaðIris