Óskað eftir listrænum stjórnanda Listar án landamæra
Óskað er eftir listrænum stjórnanda listahátíðarinnar Listar án landamæra. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks og inngildandi listheim. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003. Hún sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns innan listheimsins og list ófatlaðs listafólks.
Starf listræns stjórnanda er fjölbreytt og skapandi og er starfshlutfall samkomulag.
Helstu verkefni
Listræn stjórnun hátíðar og mótun dagskrár.
Umsjón með fjármögnun og fjármálum.
Umsjón með framkvæmd og skipulagi.
Kynningarmál.
Samskipti og aðstoð við listafólk.
Samtal og samstarf við aðra aðila í listheiminum.
Hæfniviðmið
Þekking og áhugi á málefnum fatlaðs fólks og aðgengi að listheiminum.
Menntun, þekking og reynsla af menningarstarfi og listum er æskileg.
Reynsla af fjármögnun listviðburða.
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð samskiptahæfni
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Þekking á markaðsetningu á helstu samfélagsmiðlum t.d. Facebook, Instagram, Squarespace og MailChimp.
Umsóknir sendist á netfangið: info@listin.is til og með 8. febrúar 2021 merkt Starfsumsókn. Frekari upplýsingar fást á skrifstofutíma í síma 6918756 eða á info@listin.is