TILKYNNING - lokahátíð aflýst
TILKYNNING!
Lokahátíð og listaverkamarkaður Listar án landamæra sem fara átti fram sunnudaginn 7. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið aflýst í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Í staðinn munum við færa hluta af fyrirhugaðri dagskrá yfir á streymisform og birta á stafrænum miðlum hátíðarinnar. Listaverkamarkaðaðurinn verður einnig færður yfir á stafrænt form við fyrsta tækifæri og fær í staðinn lengri líftíma. Frekari upplýsingar um tímasetningar og annað fyrirkomulag verður auglýst von bráðar.
Þær sýningar sem eru uppi munu vera opnar áfram um helgina en grímuskylda gildir í öllum sýningarrýmum (Ráðhúsinu, Borgarbókasafninu, Artak105 og Tjarnarbarnum). Listamannaspjall við Steinar Svan Birgisson, listamann hátíðarinnar í ár verður eins og áætlað var á morgun laugardag 6. nóvember í Tjarnarbíó milli kl:15.00 - 16.00. Þeim viðburði er einnig stefnt á að streyma en grímuskylda og eins meters nándarregla verður höfð að leiðarljósi.
Við erum þó afar stolt og þakklát fyrir að geta haldið hátíðina í ár við þessar krefjandi aðstæður og þá fjölmörgu og fjölbreyttu viðburði sem á henni voru og eru enn.
Til hamingju listafólk Listar án landamæra!
Pössum upp á hvort annað og gætum að sóttvörnum. Fylgist með á www.listin.is og samféglsmiðlum hátíðarinnar.