Uppboð listar án landamæra í Gamla bíói þann 19. maí klukkan 17.00 - 20.00

// English below // Við kynnum með stolti uppboð listahátíðarinnar Listar án landamæra 2015Heimasíða uppboðsins er hérHátíðin fagnar fjölbreytileikanum, stuðlar að bættu samfélagi og auknum skilningi manna á milli með því að brjóta niður múra milli samfélagshópa með listina að vopni.  Hátíðin gerir það meðal annars með því að leiða saman listafólk með fjölbreytttan bakgrunn. Í ár efnum við til uppboðs þar sem fjöldinn allur af listafólki úr ólíkum áttum gefur verk sín til styrktar hátíðinni.Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að mæta og leggja þessu góða málefni lið. Hér er möguleiki á því að eignast fallegt listaverk um leið og þú lætur gott af þér leiða og átt ánægjulegar stundir með okkur í Gamla bíói.Uppboðið verður haldið þriðjudaginn 19. maí. Húsið opnar klukkan 17.00 og fram til klukkan 18.30 verður þögult uppboð þar sem hægt verður að bjóða í meiri hlutann af verkum með því að skrá upphæð á blöð sem hanga við hvert og eitt verk sem verða á uppboðinu. Klukkan 18.30 verða skemmtiatriði og því næst verða þau verk sem eftir eru boðin upp á hefðbundinn hátt.Gestir skrá sig til þátttöku á þar til gefnum hlekk á mida.is. Síðasti dagur til að skrá sig á uppboðið er laugardagurinn 16. maí. Við hvetjum gesti til þess að mæta tímanlega í Gamla bíó til þess að ná í uppboðsspjöldin sín.Við komu klukkan 17.00 verður boðið upp á léttar veitingar þar til skemmtiatriði hefjast klukkan 18.30 en þá gefst gestum kostur á að kaupa sér á bar Gamla bíós. Einnig verður pinnamatur fyrir gesti í boði Gló.Skráning á uppboðið fer fram með eftirfarandi hætti:- Þú ferð á þennan hlekk á midi.is- Skráir þig með nafni, kt og bankaupplýsingum. Ekki er rukkað fyrir skráningu.- Ef þú kýst að taka einhvern með þér á uppboðið sem ekki þarfnast sér uppboðsspjalds er hægt að skrá fleiri á sama nafnið við skráningu. Þetta er gert til þess að við vitum fjölda gesta.Þegar þú mætir í Gamla bíó kl. 17 bíður þín númerað spjald og upplýsingar um listaverkin sem þú færð gegn því að sýna skilríki.Þegar verk er keypt getur þú:- Borgað það á staðnum og tekið verkið með þér.- Fengið reikning í heimabanka og verður þá verkinu komið til þín þegar hann hefur verið greiddur.Allur ágóðinn af uppboðinu rennur til hátíðarinnar sem mun halda áfram að vinna í þágu jafnréttis í menningalífinu með því að styðja við listafólk með fötlun og gefa þeim byr undir báða vængi. Þannig koma þau list sinni á framfæri og öðlast aukið sjálfstraust og sjálfstæði.Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarstarf og á hverju ári þarf að leita leiða til að fjármagna hátíðina. Uppboð er góð leið til þess enda skilar það sér ekki bara í formi fjármagns heldur er það kjörið tækifæri fyrir listafólkið okkar að kynna list sína og sitja verðskuldað við sama borð og annað listafólk.Okkar allra bestu kveðjur,List án landamæra // InvitationWe proudly present the auction of the arts festival Art Without Borders 2015 in Gamla bíó on May 19th at17:00.The festival celebrates diversity, promotes community development and supports increasedunderstanding between people. With art as our weapon, we bring together artistswith diverse backgrounds and break down barriers between communities. This year’sauction will highlight artists from different genres who give their work tosupport the festival.It would be our pleasure if you joined us. Here is your chance to acquire a meaningfulwork of art at the same time as you do something truly worthwhile and have a goodtime with us in Gamla bíó.The auction will be held on Tuesday, May 19th. Doors open at 17:00, whena silent auction of most of the works will begin, proceeding until 18:30. Entertainmentfollows, after which the remaining works will be auctioned in the traditionalway.Guests register at midi.is The last day to register for the auction is onSaturday, May 16th.  Uponarrival at 17:00 on the 19th, refreshments will be served. Weencourage visitors to be on time to get their auction pads! Then, when theentertainment begins at 18:30, guests will have the opportunity to buy drinksat the Gamla bíó bar. Appetisers from Gló will also be served.Registration for the auction will take place as follows:- Go to this link: midi.is- Sign up with your name, ID and bank information. There is no charge foradmission.- If you bring someone to the auction who does not require an auction pad, theirname can be added to your registration. (We do this to keep track of visitornumbers.)Waiting forregistered guests at 17:00 will be information on the works of art, and theauction pads.When a work is purchased, you can:-Pay for it on the spot and take it with you.-Receive a bill at your bank; the work will join you when paid for.All proceeds from the auction go to the festival, which will continue to work forequality in cultural life by supporting artists with disabilities and providingthem with wind under both wings, bestowing them with confidence andindependence.The festival is not an institution but rather a grassroots movement, meaningthat every year we look for ways to finance it. The auction is a good means to thisend, but is also an excellent opportunity for our artists to present their workand sit at the same table as other artists, as they deserve.Our best regards,Art without borders

ÓflokkaðIris