Gígja Garðarsdóttir
Gígja Garðarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1987. Hún lauk grunnskóla í Hafnarfirði og hefur síðan lokið tveggja ára diplómanámi frá Kennaraháskólanum. Gígja útskrifaðist úr Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2017 eftir tveggja ára nám, en hún hefur síðustu sex ár einnig tekið þátt í vinnustofu Myndlistaskólans í Reykjavík. Gígja hefur alltaf haft mjög gamn af því að teikna og mála og notar gjarnan sterka liti í verkum sínum. Gígja sækir oft innblástur í tónlist og þá sérstaklega í strákahljómsveitir, Gígja vinnur tónlistina áfram í forritinu Garge Band og nýtir hana síðan í vídeóverk.
Gígja sýnir lokaverkefni sitt frá Myndlistaskólanum á List án landamæra. Þar blandar hún saman tónlist, myndlist og skúlptúrum.