Guðmundur Stefán Guðmundsson
Guðmundur Stefán Guðmundsson er fæddur árið 1982 í Reykjavík. Hann hefur mörg undanfarin ár stundað nám í myndlist í VINNUSTOFUHÓP í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Með hópnum hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. í Norræna húsinu, Bókasafni Reykjavíkur og á sýningunni Hostel Takeover á Oddson. Á síðastliðnu ári unnu Guðmundur og mamma hans saman að sýningunn VIÐ GUÐMUNDUR sem sett var upp í Kirsuberjatrénu. Guðmundur vinnur alla jafna vatnslitaverk. Hann málar oftast eftir fyrirmynd og hefur einstakt auga fyrir mjúkum formum og línum. Han nálgast verkin sín og litanotkun af varværni og einkennir stóísk ró bæði verk Guðmundar sem og hann sjálfan.
Guðmundur er meðlimur Tjarnarhópnum sem er leiklistarhópur og hefur æft og sett upp leikrit í Iðnó í mörg ár. Hann tekur þátt í sýningunni þeirra Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir.
Á samsýningu Listar án landamæra mun Guðmundur sýna vatnslitaverk.
Að neðan er vísa sem samin var um Guðmund við tilefni sýningarinnar VIÐ GUÐMUNDUR
Hann er látlaus listanna maður,
hann er litanna sumarsins lundur,
hann er guðanna gæfumaður,
hann er Guðmundur.
Höfundur: SHS