Kolbeinn Magnússon
OG
Sigurður Reynir Ármannsson
Við kynnum listamennina sem taka þátt í List án landamæra 2019:
Kolbeinn Magnússon fæddist árið 1990. Kolbeinn hefur sótt vinnustofur í myndlist við Myndlistaskólann í Reykjavík. Kolbeinn hefur sýnt á mörgum samsýningum m.a. á sýningunni Skúnktúrar og ofurhetur, sýningunni Nr. 2 Umhverfing og á sýninum Listar án landamæra. Kolbeinn vinnur með ýmsa miðla í myndlist og gerir m.a. olíuverk, vantslitaverk, vídeóverk, skúlptúra og gjörninga.
Sigurður Reynir Ármannsson, eða Siggi, fæddist árið 1988. Hann útskrifaðist úr diplómanámi Myndlistarskólans í Reykjavík vorið 2017. Hann hefur sótt vinnustofur í myndlist við sama skóla frá árinu 2008 til dagsins í dag.
Sigurður Reynir hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum m.a. í Safnasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavíkur. Sigurður vinnur ýmiskonar myndlistaverk m.a. málverk og skúlptúra.
Kolbeinn og Siggi flytja saman gjörning á opnunarhátíð Listar án landamæra 2019.