Vilt þú selja verkin þín á listmarkaði listar án landamæra 2024?

Spurt og svarað

Hvenær verður markaðurinn?

  • Laugardag 2. nóvember og sunnudag 3. nóvember frá 13:00-17:00

  • Þau sem eru með bás að selja skulu mæta milli 11:00 og 12:30 til að raða upp básnum sínum

Hvar verður markaðurinn?

  • Markaðurinn verður í Opna húsi Listar án landamæra á Hverfisgötu 94

Hvernig er aðgengið á Hverfisgötu 94?

  • Aðgengið er sæmilegt, rýmið er á jarðhæð, það er lágur þröskuldur við dyrnar og engar tröppur við inngang, en það er ekki hurðaopnari. Útidyrahurðin opnast út. Það er bílastæði hinu megin við götuna, þar er blátt bílastæði. Það er aðgengilegt salerni í rýminu. Næsta strætóstoppistöð er Barónstígur, nánast beint fyrir utan.

Hver má selja á markaðnum?

  • Markaðurinn er ætlaður fötluðu fólki til að selja það sem þau búa til sjálf.

  • Það þarf að að skrá sig með því að fylla út eyðublaðið hér á vefsíðunni eða með því að senda tölvupóst á info@listin.is

  • Í póstinum þarf að taka fram:

    • Nafn

    • Hvað þú ætlar að selja

    • Reikningsnúmer og kennitala

      • Við þurfum að geta lagt inn á þig það sem þú græðir á sölunni.

Hvað má selja á markaðnum?

  • Helst eitthvað sem þú hefur búið til sjálf/ur/t, til dæmis:

    • Teikningar, málverk, leirstyttur, prjónaðar eða heklaðar húfur/vettlinga/peysur/tuskur, skartigripi, kerti, bolla eða annað leirtau sem þú hefur leirað eða málað á, tréskurð, útsaum, föt sem þú hefur saumað eða breytt, leikföng, tækifæriskort, plaköt, prentverk, ljósmyndir

    • Þetta er ekki tæmandi listi, ef þú ert ekki viss hvort það sem þú vilt selja teljist sem handverk, þá máttu endilega hringja eða senda tölvupóst og spurja (6918756 eða info@listin.is)

Hver fær peninginn?

  • List án landamæra tekur ekki prósentu af sölu, peningurinn fer allur til þeirra sem selja

Hver ákveður hvað hlutirnir eiga að kosta?

  • Þú sjálf/ur/t, en við getum hjálpað þér að ákveða ef þú vilt

Kostar að leigja bás?

  • Nei, það kostar ekki

Hvernig eru básarnir?

  • Hver bás er bara borð og stóll eða stólar. Við erum ekki með skilrúm til að hengja málverk á eða fataslár fyrir föt, en getum reynt að redda slíku ef þú getur ekki komið með sjálf/ur/t.

Verður hægt að borga með korti?

  • Já! Við verðum með posa, skráum niður hverja sölu og leggjum inn á sölufólk

Verður hægt að borga með pening (reiðufé)?

  • Já, við verðum með skiptimynt og tökum við pening, skráum niður hverja sölu og leggjum inn á sölufólk

Skráning á markað

Fylltu út eyðublaðið hér eða sendu póst á info@listin.is