Opinber dagskrá fer fram árlega á hverju hausti í Reykjavík.
Listrænn stjórnandi velur öll atriði inn á opinbera dagskrá List án landamæra. Stundum auglýsum við opið kall og óskum sérstaklega eftir því að fólk sendi inn hugmyndir að viðburðum eða sýningum. Þó það sé ekki sérstakt opið kall í gangi er samt alltaf velkomið að senda inn hugmynd. Sendið inn hugmynd með því að senda póst á info@listin.is, senda skilaboð á facebook, instagram eða hringja í 6918756. Við getum ekki lofað að allar innsendar hugmyndir komist á dagskrá.
Hvað þarft þú að gera?
Leggja fram efni, til dæmis myndir eða tónlist.
Hvað sjáum við um?
Við sjáum um að skipuleggja og fjármagna viðburðinn.
Auglýsum viðburðinn.
Hvernig sæki ég um?
Ábendingar um listamenn, listaverk eða atriði skal senda á info@listin.is