Pálína Erlendsdóttir

 
 
Pálína Erlendsdóttir | ljósmynd: Pétur Thomsen

Pálína Erlendsdóttir | ljósmynd: Pétur Thomsen

Pálína Erlendsdóttir fæddist árið 1944. Pálína fluttist ung til Sólheima í Grímsnesi og hefur búið þar og starfað nær alla sína tíð. Pálína hefur unnið á öllum vinnustofum Sólheima, listasmiðju, vefstofu, trésmiðju, leirgerð og kertagerð. Pálína er í Leikfélagi Sólheima og hefur tekið þátt í flestum leiksýningum þess og sýnt með því m.a. í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þá hefur hún verið í tónlistarnámi á Sólheimum og verið í Sólheimakórnum og bjöllukór Sólheima. Hún hefur sótt ýmis námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi. Pálína hefur tekið þátt í mörgum samsýningum vinnustofanna á Sólheimum og þá m.a. sýnt á samsýningu í Norræna húsinu á vegum Listar án landamæra 2009 og samsýningu í Gerðubergi 2014. Árið 2018 voru nokkur prjónaverk Pálínu valin á norræna farand-samsýningu sem ferðaðist um öll norðurlöndin.

Pálína er einstaklega skapandi og frjór myndlistamaður og sagnaþulur. Pálína vinnur mikið með band bæði útsaum og prjón og er hún sjálfmenntuð í þeirri iðn. Þá  hefur hún málað og teiknað mjög mikið í gegnum tíðina og búa teikningar hennar yfir ævintýralegri frásagnargleði og eru oft skemmtilega nákvæmar. Pálína hefur ætíð mjög ákveðnar hugmyndir um hvað hún vill gera áður en hún byrjar á verkum sínum og segir oft miklar sögur um það sem hún er að gera um leið og hún vinnur.


Á List án landamæra 2019 mun Pálína sína teikningar og prjónaverk