Ýr Jóhannsdóttir
Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textílhönnun frá Glasgow School of Art vorið 2017. Frá útskrift hefur Ýr unnið að ýmsum textílverkefnum, samsýningum og sviðsverkum hérlendis og erlendis. Þá ber helst að nefna vélprjóna verkefnið “Þættir” sem Ýr bjó til úr lokaverkefni sínu úr náminu og hefur ferðast með og þróað í listamannaíbúðum í Þýskalandi og Íslandi. Auk þess hafa endurunnar peysur Ýrar hlotið athygli hérlendis sem og erlendis.
Meira hér: