Þórunn Klara Hjálmarsdóttir
Þórunn Klara Hjálmarsdóttir er 24 ára gömul. Hún útskrifaðist af starfsbraut frá FB árið 2015. Þaðan lá leið hennar í diplómanám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist hún árið 2017. Þórunn Klara er margt til lista lagt. Hún er mjög fær í að leira hluti sem geta verið mjög smáir og fingerðir og það er aðdáunarvert að sjá þau verk eftir hana. Þau eru mjög raunveruleg. Verk þessi eru m.a. mýs og hundar, stórir sem smáir. Hún er mjög fær í að mála og teikna myndir af dýrum, þá aðalega hundum og köttum. Henni finnst líka gaman að blanda saman t.d. hundategundum og búa til nýja tegund og teikna hana.
Þórunn Klara hefur mikin áhuga á blómum og blómarækt. Hún á mikið af blómum sem hún hefur sáð sjálf og er mjög umhyggjusöm og passar vel upp á blómin sín. Hún á m.a.tvö avocado blóm sem hún hefur ræktað sjálf, sítrónutré, chiliplöntu og tómataplöntu. Það er mjög gaman að fylgjast með Þórunni Klöru sinna þessum áhugamálum sínum, þetta er hennar líf og yndi.
Þórunn Klara sýnir málverk á útskorið tré á List án landamæra 2019. Þórunn Klara notaði plöntur sem hún hafði ræktað sjálf frá fræi sem fyrirmyndir fyrir verkin.