Sindri Ploder
Sindri Ploder er 22 ára gamall, fæddur 1997. Sindri hefur alltaf haft gaman að því að teikna en það var ekki fyrr en um 12 ára aldur sem teikningarnar hans fóru að taka á sig þá persónulegu mynd sem einkennir þær í dag. Hann hefur aðallega einbeitt sér að andlitsmyndum sem eru mjög auðþekkjanlegar, afar sérstakar og svipsterkar. Nýverið hefur hann einnig verið að gera tilraunir með tréskúlptúra þar sem hann útfærir andlitsformið í þrívídd. Sindri eyðir mestu af sínum frítíma í að teikna og skapa, hvort sem er heima við eða á servíettur í bílnum, á biðstofum eða flughöfnum.
Sindri er meðlimur í vinnustofum Myndlistarskólans í Reykjavík. Árið 2016 tók Sindri þátt í að hana leikmynd fyrir leikgerð á Skugga-Baldri eftir sjón. Verkið var sett upp af tékkneskum leikhópi í í Hafnarhúsinu og er enn í sýningu í Prag. Síðar það sama ár tók hann þátt í samsýningu á vegum Listar án landamæra þar sem hann vann með hönnuðinum Munda vonda þar sem teikningar Sindra voru notaðar á ullarteppi sem Mundi hannaði.
Á List án landamæra mun hann sýna tréskúpltúra sína ásamt teppunum sem unnin voru í stamstarfi við Munda Vonda.