Hátíðin hefur síðustu ár verið haldin um land allt. Þá hafa verkefnastjórar á Austurlandi, Norðurlandi, Reykjanesi og Vestfjörðum skipulagt dagskrá í sínum landshluta.
Hver sem er getur staðið fyrir List án landamæra í sínum landshluta. Framkvæmdarstjóri og listrænn stjórnandi halda utan um dagskrá hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en listamenn af landinu öllu taka þátt í þeirri dagskrá.
Ef þú hefur áhuga á að halda viðburð í nafni List án landamæra í þínum landshluta eða vilt taka þátt í List án landamæra þá eru allar upplýsingar hér að neðan.
HVAÐ ÞARFT ÞÚ AÐ GERA?
Fjármagna viðburðinn
Skipulegga viðburðinn
Finna stað til að halda viðburðinn
HVAÐ SJÁUM VIÐ UM?
Auglýsum viðburðinn á heimasíðunni okkar
Auglýsum viðburðinn á samfélagsmiðlum
Auglýsum viðburðinn í dagskránni okkar
HVERNIG SÆKI ÉG UM?
Sendu póst á info@listin.is