Hátíðin hefur síðustu ár verið haldin um land allt. Þá hafa verkefnastjórar á Austurlandi, Norðurlandi, Reykjanesi og Vestfjörðum skipulagt dagskrá í sínum landshluta.

Hver sem er getur staðið fyrir List án landamæra í sínum landshluta. Framkvæmdarstjóri og listrænn stjórnandi halda utan um dagskrá hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en listamenn af landinu öllu taka þátt í þeirri dagskrá.

Ef þú hefur áhuga á að halda viðburð í nafni List án landamæra í þínum landshluta eða vilt taka þátt í List án landamæra þá eru allar upplýsingar hér að neðan.  

HVAÐ ÞARFT ÞÚ AÐ GERA?

  • Fjármagna viðburðinn

  • Skipulegga viðburðinn

  • Finna stað til að halda viðburðinn

HVAÐ SJÁUM VIÐ UM?

  • Auglýsum viðburðinn á heimasíðunni okkar

  • Auglýsum viðburðinn á samfélagsmiðlum

  • Auglýsum viðburðinn í dagskránni okkar

HVERNIG SÆKI ÉG UM?

Sendu póst á info@listin.is