Back to All Events

BROT AF ANNARS KONAR ÞEKKINGU / FRAGMENTS OF OTHER KNOWLEDGE


  • Nýlistasafnið 20 Grandagarður Reykjavík, 101 Iceland (map)

HVAÐ:

Myndlistarsýningin BROT AF ANNARS KONAR ÞEKKINGU / FRAGMENTS OF OTHER KNOWLEDGE

HVAR:

Í NÝLÓ (Nýlistasafninu) Grandagarði 20, 101 Reykjavík

HVANÆR:

Fimmtudaginn 26. janúar Kl. 17-20 (5-8) er sýningar opnun en sýningin stendur yfir til 5. mars 2023.

HVER TAKA ÞÁTT:

Listafólkið: Julie Béna, Guðrún Bergsdóttir, David Escalona, Rósa Gísladóttir, Juliana Höschlová, Tomáš Javůrek & Screen Saver Gallery, Eva Koťátková, Guðjón Gísli Kristinsson, Marie Lukáčová, Michael Nosek, Claire Paugam, Sindri Ploder, Adéla Součková, Vladimír Turner, Aleksandra Vajd & Anetta Mona Chiṣa

Sýningastjórarnir: Tereza Jindrová & Eva B. Riebová

MEIRA UM SÝNINGUNA:

Sýningin Brot af annars konar þekkingu stiklar á stóru í þriggja ára rannsóknarverkefninu og sýningarröðinni Annars konar þekking sem hófst í MeetFactory galleríinu í Prag, Tékklandi. Hún státar af verkum völdum af Terezu Jindrová og Evu B. Riebová og beinir sjónum að auðkennandi verkum sem hafa verið sýnd á þeim tíu sýningum sem hafa heyrt undir Annars konar þekking.

Þemu sýningarinnar eru meðal annars andleg málefni; breytt ástand vitundar og hugvíkkandi efni; viska bundin við náttúru og samfélög fólks, „venjuleiki“ og stofnanavæðing; hugsun og reynsla miðluð með líkamanum; handverk og hæglætislífstíll tengdur því; heimssýn fólks með skyn- eða líkamlegar fatlanir; uppgötvun og ævintýri; gervigreind og síðast en ekki síst, listrænar rannsóknir sem sérstök tegund þekkingar.

Sýningin í Nýlistasafninu, sem varð að veruleika með stuðningi Listar án landamæra, dregur öll þessi ólíku umfjöllunarefni saman á einn stað. Hún býður að mestu leyti upp á verk tékknesks listafólks sem mörg hver voru pöntuð beint af MeetFactory Gallery. Að auki inniheldur sýningin þónokkur verk eftir íslenskt listafólk sem hafa ekki verið hluti af fyrri sýningum í röðinni, en kallast afar vel á við þemun og bæta við nýjum lögum af merkingu

Með stuðningi frá Íslandi, Lichtenstein og Noregi í gegnum EES uppbyggingarstyrkina og menningarmálaráðuneyti Tékklands.

Earlier Event: November 9
Unglist án landamæra
Later Event: March 25
Nýtt af nálinni