Dansmaraþon - Dönsum fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
ENGLISH BELOW
Það gleður okkur að tilkynna að laugardaginn 25. maí næstkomandi höldum við dansmaraþon í annað skipti á Íslandi. Í ár mun viðburðurinn eiga sér stað í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.
Dansmaraþon er góðgerðarviðburður þar sem fólk með mismunandi líkamlega hreyfigetu og upplifanir hittist á dansgólfinu og dansar saman fyrir jöfnum tækifærum. Maraþonið fagnar fjölbreytileika í dans- og hreyfimenningu. Við viljum að dans sé fyrir alla óháð líkamlegri hreyfigetu. Þess vegna bjóðum við öllum að koma og dansa með okkur til styrktar góðu málefni.
Söfnunin fer fram með þátttökugjaldi og frjálsum framlögum fyrir góðgerðarstarfsemi sem vinna í þágu fólks með skerta hreyfigetu. Í ár rennur allur ágóði óskiptur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þátttakendur og stuðningsaðilar geta valið mismunandi þátttökugjald eftir getu. Einstaklingar og fyrirtæki geta einnig stutt við viðburðinn og félagið með þátttökugjaldi.
Maraþonið varir í 6 klukkustundir, frá kl. 11-17. Markmiðið er að þátttakendur haldi dansinum gangandi á meðan á maraþoninu stendur eða eins lengi og geta hvers og eins leyfir. Dansmaraþonið fer fram í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7, laugardaginn 25. maí, kl. 11-17.
Miðasala fer fram í netverslun SLF:
https://www.kaerleikskulan.is/.../products/dansmarathon
Dansmaraþonið er haldið í samstarfi við Sõltumatu Tantsu Lava (STL), List án landamæra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Listasafn Íslands, og Dansverkstæðið.
Meira um það síðar!
Öll velkomin.
UM SLF:
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi rutt braut og unnið dýrmætt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Í dag er blómleg starfsemi á vegum félagsins einkum fólgin í margvíslegri þjónustu undir merkjum Æfingastöðvarinnar og Reykjadals.
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna veita ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar.
Reykjadalur var stofnaður árið 1963 sem sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Þar er haft að leiðarljósi að auðga líf þeirra 350 gesta á aldrinum 7-21 árs með jákvæðri upplifun, ævintýrum og vináttu.
//
Dance Marathon - Let’s dance for SLF
We are excited to announce that on May 25th, 2024 we are hosting a dance marathon for the second time in Iceland. This year the event will be taking place in the National Gallery of Iceland by Fríkirkjuvegur 7.
Dance Marathon is a charity event where people with different physical abilities and experiences meet on the dance floor to dance together for equal opportunities. The marathon celebrates the culture of dance and movement. We believe that dance should be for everybody regardless of their physical capabilities. Therefore we invite everyone to join us on the dance floor.
The event raises money through ticket sales and donations in support of charities that work in favor of people with physical limitations. This year we will raise money for The Benefit Society for Children with Disabilities - SLF. Participants can select different amounts of their own choosing to donate when purchasing their tickets.
The duration of the dance marathon is 6 hours, from 11-17. The goal is that participants keep dancing throughout the marathon or as long as they possibly can. Dance Marathon will take place in the National Gallery of Iceland, Fríkirkjuvegur 7, Saturday, May 25th from 11-17.
Tickets:
https://www.kaerleikskulan.is/.../products/dansmarathon
Dance Marathon is held in collaboration with Sõltumatu Tantsu Lava (STL), List án landamæra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Listasafn Íslands, and Dansverkstæðið.
More information later!
Open to all.
The Benefit Society for Children with Disabilities – SLF
The Benefit Society for Children with Disabilities - SLF was established in 1952 and has since paved the way for disabled children, young people and their families in Iceland. SLF´s main function is running Æfingastöðin rehabilitation center and Reykjadalur, a camp for children and youth in Mosfellsdalur and Skagafjordur.
Æfingastöðin is a center for services and knowledge in rehabilitation for children and young people. Physical and occupational therapists with extensive experience provide counseling and training with the aim of enhancing participation in daily life and thus increasing the quality of life of the children and their families.
Reykjadalur is a summer and weekend camp for disabled children and young people established in 1963. The aim is to enrich the lives of those 350 guests at the age of 7-21 offering experience, adventures and to support friendship.
www.slf.is