Sunnudaginn 29. september kl. 14 mun Elín Sigríður María Ólafsdóttir, myndlistarmaður, taka á móti gestum á sýningunni „Við sjáum það sem við viljum sjá“, sem stendur nú yfir í safninu í tengslum við List án landamæra en Elín var fyrr á árinu útnefnd listamanneskja hátíðarinnar í ár. Þá munu Elín og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, sýningarstjóri, ræða efnistök og áherslur í verkum Elínar.
Á sýningunni getur að líta úrval verka sem spanna feril listakonunnar, frá upphafi til dagsins í dag, en efnistökin eru jafnan ævintýraleg, auk þess sem hún vinnur gjarnan með sjálfið á mismunandi hátt er hún finnur sköpunarkrafti sínum farveg í máli og myndum. Þá hefur leiklist og skapandi tjáning á sviði jafnframt verið stór þáttur í lífi Elínar en hún hefur starfað með leikhópnum Tjarnarleikhúsinu um árabil, gefið út ljóðabækur og komið að öllum þáttum leiksýninga, svo sem búningahönnun og leikmyndagerð.
Elín Sigríður María Ólafsdóttir (f. 1983), myndlistarkona, leikkona og skáld, hefur stundað nám af ýmsu tagi, einkum þó listnám bæði hér heima og erlendis, og lauk diplómanámi í myndlist fyrir fatlaða frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017. Listaverk Elínar hafa birst víða bæði á einka- og samsýningum, þar á meðal í Listasal Mosfellsbæjar og í Safnasafninu, sem og í bókum og í tímaritum. Elín hefur jafnframt sýnt reglulega í samstarfi við List án landamæra, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
---
“We See What We Want to See” – Artist Talk
Sunday September 29th at 2 p.m., artist Elín Sigríður María Ólafsdóttir will welcome guests at her exhibition “We See What We Want to See”, currently on view at Hafnarborg in connection with Art Without Borders 2024. At the talk, Elín and curator Unnur Mjöll S. Leifsdóttir will explore the core topics and themes of Elín’s artistic output.
The exhibition presents works that span Elín’s entire career, from the early days of her artistic practice to the present, but she often works with fantastical imagery, in addition to drawing on the self and self-representation in various ways in her work, channelling her artistry through both words and visuals. Elín also has a great passion for theatre and performance, having been involved with the theatre troupe Tjarnarleikhúsið for years, as well as publishing poetry and working on stage production in various capacities, including stage and costume design.
Elín Sigríður María Ólafsdóttir (b. 1983) works in the field of visual art, theatre and poetry, having studied art both in Iceland and abroad, graduating with a diploma in art for students with special needs from The Reykjavík School of Visual Arts in 2017. Elín’s work has been widely featured in solo and group exhibitions, for example at Listasalur Mosfellsbæjar and The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, as well as in books and magazines. Elín has been a frequent participant of Art Without Borders through the years and she is a consultant on matters of inclusion at Listvinnzlan.
Free entry – everyone welcome.