Opnun þriggja myndlistarsýninga
Ræðuhöld og tónlistaratriði í forrými Salarins klukkan 16:00
Veitingar og fögnuður til 18:00
För eftir ferð / Traces from a trip á Gerðarsafni
Íslenskt og tékkneskt listafólk sem hefur heimsótt hvort annað fram og til baka sýna verk innblásin af kynnum þeirra.
Sýningin er unnin í samstarfi við Barvolam (https://barvolam.cz/en) og er hluti af verkefninu ART30.2 styrkt af EES (https://eeagrants.org)
Sýningin stendur til 27. nóvember
Orð í belg á Bókasafni Kópavogs
Á þessari sýningu verða örsögur og ljóð sýnd samhliða myndlist sem er á einhvern hátt undir áhrifum bókmennta, texta eða karaktersköpunar.
Sýningin stendur til 17. nóvember
Vænghaf á Náttúrufræðistofu Kópavogs
Innan um safnmuni Náttúrufræðistofu leynast listaverk sem tengjast dýrum, jurtum eða jarðfræði.
Sýningin stendur til 17. nóvember.