Back to All Events

Taiko trommusmiðja Sólheima

  • List án landamæra Rafstöðvarvegi 5 - 7 110 Reykjavík Iceland (map)

HVAÐ: Stutt (40 mín), skemmtileg kennslustund í trommuleik með Taiko trommuhóp Sólheima. Taiko trommur eru japanskar trommur, en þessar eru heimatilbúnar úr síldartunnum!

FYRIR HVERN: Hentar öllum aldurshópum, börn og fjölskyldur velkomin!

HVAR: í Salnum í Kópavogi

HVENÆR: Sunnudag 20. október klukkan 14:00-14:40

HVAÐ KOSTAR? Ekkert! En það þarf að skrá sig hér: https://forms.gle/F94eYanh3nYECS8WA

ATH þau sem vilja geta spilað eitt stutt trommulag með hópnum á tónleikum klukkan 15:00!

Frítt er inn á tónleikana, öll velkomin! Nánar um tónleikana hér: https://fb.me/e/2m9hIQbg6

Nánar um Sólheima Taikó

Sólheimar Taiko er hópur trommuleikar sem hafa kynnt sér japanskar hefðir í trommuleik. Hópurinn hefur fengið erlendan kennara (sensei) til sýna hvernig er hægt að beita núvitund við nám á meðan spilað er á taiko-trommur.

Þar sem alvöru Taiko trommur er illfáanlegar greip hópurinn til þess ráðs að útbúa sína eigin útgáfu úr síldartunnum og límbandi. Trommukjuðarnir (Batchi) voru svo gerðir úr gömlum kústsköftum.

Sólheimar Taiko vilja bjóðum öllum sem vilja til að taka þátt í smiðju þar sem kenndar verða grunnreglurnar í Taiko trommuleik!