Skemmtileg tónleikadagskrá með fjölbreyttum atriðum frá Bjöllukór Tónstofu Valgerðar, Fjölmennt og Taiko trommusmiðju Sólheima. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!
Á undan tónleikunum, klukkan 14:00, verður opin og ókeypis smiðja, kennsla í Taiko trommuslætti, fyrir alla aldurshópa, nánar hér.
Flytjendur frá Tónstofu Valgerðar:
Bjöllukórinn hlaut heiðursverðlaun sem listhópur Listar án landamæra árið 2024. Í dag eru meðlimir kórsins tólf; Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, og Íris Björk Sveinsdóttir. Stjórnandi: Valgerður Jónsdóttir
Bjöllukórinn hefur margsinnis komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa leikið með fjölbreyttu listafólki, m.a. Möggu Stínu, Sigur Rós, Retro Stefsson og Högna Egilssyni.
Cristina-Elena Furdui syngur og leikur á hljómborð og ukulele
Flytjendur frá Fjölmennt:
Kór Fjölmenntar
Kvennahljómsveitin Píurnar og haustið
Píanóleikur: Soffia Þorkelsdóttir, Jón Hlöðver Loftsson og Runólfur Sæmundsson
Stjórnendur og meðleikarar: Rósa Jóhannesdóttir, Elsa Waage, Birgir Hansen og Helle Kristensen
Kynnar:
Stása Þorvaldsdóttir og Ása Fanney Gestsdóttir