Fréttabréf - VIKA #3
Þessa vikuna er margt spennandi um að vera og opnar hátíðin formlega á Suðurnesjum. Allir velkomnir
Höfuðborgarsvæðið
Föstudagur 24. aprílKlukkan 12 verður hádegisfyrirlestur í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík. Margrét M. Norðdahl, Kristinn G. Harðarson og Gerður Leifsdóttir munu kynna þróun nýrrar námsbrautar við Myndlistarskóla Reykjavíkur, diplómanám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun. Einnig kynna þau listmiðstöðvarnar Creative Growth, NIAD Art Center og Creativity Explored sem þau heimsóttu fyrr á árinu. Fyrirlesarar fá til liðs við sig listakonuna Ninu Zurier frá Berkeley sem ætlar að fjalla um samstarf sitt við NIAD.Laugardagur 25. aprílKlukkan 15 (3) verður sýnd leiksýningin Regnbogaland í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík. Leiksýningin er afraksur leiklistarnámskeiðs sem Mímir símenntun hefur haldið í samvinnu við Fjölmennt. Leikhópurinn samdi verkið saman. Leikstjóri er Margrét Pétursdóttir og leikarar eru: Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Helena Dögg Arnardóttir, Ingibjörg Húnfjörð Árnadóttir, Kristín Lára Sigurðardóttir, Lena Ósk Sigurðardóttir, Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir og Vilhelm Már Sigurjónsson.
Suðurland
Föstudagur 24. apríl Sýningin Í Pokahorninu verður sýnd kl. 13 (1) í VISS, vinnu- og hæfingarstöð, Gagnheiði 39, 800 Selfoss. Sýndir verða ýmsir fjölnotapokar úr margs konar efnivið, hannaðir og saumaðir af starfsfólki VISS.Sýningin er opin til 30. apríl, mánudaga - föstudaga kl. 8:30 - 16
Suðurnes
Sumardagurinn fyrsti 23. aprílKl. 13 – 15Kaffihús, Björgin - geðræktarmiðstöð í Hvammi, Suðurgötu 15-17Vöfflur, kaffi og handverk til sölu og skemmtiatriði á staðnum. Allir velkomnir.Laugardagur 25. aprílKl. 11 – 16Kaffitár, Kaffibrennslunni Stapabraut, I-NjarðvíkTeikningar Lúðvíks ÁgústssonarLúðvík er nemandi í 3. bekk Akurskóla. Kennararnir hans hafa tekið eftir því að hann er snillingur í að teikna og lita og ákváðu að standa fyrir sýningu á verkum hans á List án landamæra. Sýningin stendur til 3. maí og er opin á opnunartíma Kaffitárs, 9 – 17 virka daga og 11 -16 laugardaga.Kl. 13.30Setningarathöfn Listar án landamæra í Frumleikhúsi, Vesturbraut 17Opnun samsýningar í anddyri, ávarp og tónlist. Frumsýning á myndbandi frá félögum í Hæfingarstöðinni og leikhópurinn Bestu vinir í bænum í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Gargandi snill frumsýna leikritið Árshátíð í ævintýraskógi.Kl. 13.30Samsýning í anddyri Frumleikhúss, Vesturbraut 17Gleðiperlur. Samspil lita og gleði úr perlum. Útsaumur og myndir eftir notendur Hæfingarstöðvarinnar.Myndir Manuels. Manuel er nemandi á starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem hefur mikinn áhuga á myndvinnslu í tölvum. Hann sýnir okkur afrakstur vinnu sinnar.Sumar - silkiþrykk. Afrakstur af myndlistarnámskeiði sem haldið var í MSS á vorönn. Nemendur unnu silkiþrykksmyndir á textíl undir leiðsögn Öldu Sveinsdóttur, fatahönnuðar, þar sem sumarið var hugðarefni.Kl. 13.50Taktu lífið ekki of alvarlega„Grínsketchar“ nokkurra notenda á Hæfingarstöðinni þar sem þeir gera grín að lífinu, sjálfum sér og jafnvel öðrum.Kl. 14.00Bestu vinir í bænum frumsýna „Árshátíð í ævintýraskógi“ í Frumleikhúsi, Vesturbraut 17Söngleikur með blönduðum ævintýrum og ævintýrapersónum. Leikarar eru á öllum aldri fatlaðir sem ófatlaðir. Höfundar og leikstjórar eru Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir. Sýningin er sett upp í samstarfi við Leikfélag keflavíkur og Gargandi snilld. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.Sunnudagur 26. aprílKl. 14 -17Samsýning í anddyri Frumleikhúss, Vesturbraut 17GleðiperlurMyndir ManuelsSumar - SilkiþrykkKl. 14 og 16Bestu vinir í bænum sýna „Árshátíð í ævintýraskógi“ í Frumleikhúsi, Vesturbraut 17Söngleikur með blönduðum ævintýrum og ævintýrapersónum. Leikarar eru á öllum aldri fatlaðir sem ófatlaðir. Höfundar og leikstjórar eru Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir. Sýningin er sett upp í samstarfi við Leikfélag keflavíkur og Gargandi snilld. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Yfirstandandi sýningar eru:Listasýning í Læk (til 22. apríl)Flottir titlar í Hlutverkasetrinu (til 23. apríl)Kirkjur og Hús í TýsgalleríiAllt og alls konar í Norræna húsinuÍ-mynd í BorgarbókasafninuFlogið yfir landamæri í safnaðarheimili Laugarneskirkju