Fréttabréf - VIKA #4

Þessa vikun eru þó nokkrar sýningar sem standa yfir sem opnuðu á síðustu vikum. En einnig verður hægt að fara í upplifurnargöngu í Grasagarðinum, á Geðveikt Kaffihús og á myndlistarsýningu. Í næstu viku eru svo opnanir á Norðurlandi og á Austurlandi.Mynd um samstarf Klettaskóla og ÍD er komin á netið og hægt er að sjá hana hér!Einnig má geta þess að myndin SAMSUÐA - saga átta listamanna var valin til að fara á Skjaldborg, hátíð íslenskra kvikmynda. Hægt er að sjá myndina hér! En þá að dagskrá vikunnar:

Höfuðborgarsvæðið

POP UP veggfóður Ísaks Óla opnaði í vikunni og hægt er að líta það augum í Þjóðminjasafninu við Hringbraut.Fimmtudaginn 30. aprílUpplifunargangaÞann 30. apríl verður gengið um Grasagarðinn undir leiðsögn Lindu Mjallar Stefánsdótturleikmyndahönnuðar og Jónínu Bjargar Yngvadóttur jógakennara þar semáhersla verður lögð á upplifun og skynjun umhverfisins. Gangan er samstarfsverkefni Ássstyrktarfélags, Lindu Mjallar og Grasagarðs Reykjavíkur. Fyrri ganganhefst kl. 14 og sú seinni kl. 17. Gangan hefst við aðalinnganginn.Laugardagur 2. maíKaffihús Hugarafls og skemmtun með „geðveiku ívafi“ mun leggja undir sigupplýsingamiðstöð Hins hússins í miðbæ Reykjavíkur. Ekki láta þennan viðburðfram hjá ykkur fara. Á sama tíma er sýning á verkum úr verkefninu Skugga-Baldur þar sem ungmenni úr félagsstarfi fatlaðra í Hinu húsinu sýna verk sem voru unnin útfrá efni skáldsögu Sjónar, Skugga-Baldri, og hugmyndum um íslenskargoðsagnir, landslag og dýraríki. Efniviðurinn verður uppistaða í leiksýningu,sem sýnd verður í Prag í febrúar 2016 og í Listasafni Reykjavíkur,Hafnarhúsinu, í mars 2016Athugið að hjólastólaaðgengi er með lyftu í porti bakvið húsið Yfirstandandi sýningar eru: Allt og alls konar í Norræna HúsinuFlogið yfir landamæri í LaugarneskirkjuÍ anddyri Frumleikhússins í Reykjanesbæ eru sýningarnar:GleðiperlurMyndir ManúelsSumar- silkiþrykkTeikningarLúðvíks Ágústssonarí Kaffitár í Njarðvík

ÓflokkaðIris