List án landamæra á Austurlandi

List án landamæra á Asutrlandi hefst með pompi og pragt með opnunarhátíð í dag kl. 17:00 í Frystiklefanum í Sláturhúsinu. Hátíðin stendur til kl. 20:00. Meðal þeirra sem fram koma eru nemendur af stafsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum og einstaklingar fráhæfingarstaðnum Stólpa. Sigurður Ingólfsson og Matthías Þór Sverrisson kynna. DJ Aron Kale og DJ Ragnar Jónsson hita upp fyrir gesti með dj showi, sem breytist svo í tryllt danspartíi í Frystiklefanum sem verður fram eftir kvöldi.Á sama tíma opnar fjöldinn allur af sýningum víðsvegar um Egilsstaði en við hvetjum áhugasama til að kynna sér dagskránna undir Viðburðir hér á síðunni okkar. Dagskráin samanstendur m.a. af einkasýningum og samsýningum en þar að auki opnar Gía, listamaður hátíðarinnar í ár, einkasýningu á Skriðuklaustri laguardaginn 29. apríl kl. 14:00
ÓflokkaðIris