Útlit fyrir að diplómanám Myndlistaskólans haldi ekki áfram

18118815_1495936157118480_7340880712923065303_n.jpg

Fyrir tveimur árum hófst tilraunaverkefni í Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem boðið var upp á diplómanám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun. Í vor útskrifast fyrstu nemendurnir úr náminu, en námið hefur gengið vonum framar. Nemendurnir hafa haft aðgang að kennurum, aðstöðu, efnivið og þekkingu og hafa þannig getað þróast sem listamenn. Námið hlaut Múrbrjót Þorskahjálpar árið 2016 en Múrbrjóturinn er viðurkenning sem er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.Því miður er allt útlit fyrir að ekki verði hægt að bjóða uppá námið áfram vegna fjárskorts. Ekki hafa fengist skýr svör frá ráðuneytinu en það er í einhverskonar umhugsunarhléi samkvæmt Áslaugu Thorlacius, skólastjóra Myndlistaskólans í Reykjavík. Það er hræðilegt ef að svo fer að ekki verði hægt að bjóða uppá námið áfram. Atvinnuleysi fólks með þroskahömlun er mikið og framboð á námi takmarkað. Þannig er í raun verið að neyða fólk til þess að vera aðgerðarlaust heima. Allir eiga rétt á námi á sínum eigin forsendum. Það eru mannréttindi fyrir alla, ekki bara suma. Það skilar okkur fjölbreyttara og betra samfélagi. Við vonum sannarlega að ráðuneytið sjái hag sinn í að styrkja diplómanámið áfram.Fréttir RÚV fjalla um framtíð diplómanámsinsMyndin hér að ofan er af Elínu Fanneyju, nemenda við diplómanámið, og er takin af Jafnrétti fyrir alla. Á Facebook - síðu Jafnrétti fyrir alla má sjá viðtöl og myndir af fleiri nemendum.

FréttirIris