List án landamæra á HönnunarMars!

One-of-the-blankets.jpg

List án landamæra mun taka þátt í HönnunarMars líkt og í fyrra. Hátíðin mun standa fyrir pallborðsumræðum um öll þau óteljandi tækifæri sem felast í samvinnu fatlaðra og ófatlaðra listamanna og hönnuða. Við fáum að heyra dæmi um slík tækifæri og hversu gjöful þau hafa verið. Við fáum að heyra frá mismunandi vinnuaðferðum ólíkra hópa. Við skoðum hvar við getum nýtt okkur þessi tækifæri betur og hvað hlýst af þessari samvinnu. Málþingið er fyrst og fremst hugsað til þess að veita innblástur til ólíkra vinnuaðferða, hvar við getum lært af hvort öðru og hverning við getum aukið fjölbreytileika mannlífsins.Einnig mun hátíðin standa fyrir uppboði á hlutunum sem urðu til á HönnunarMars í fyrra.Nánari upplýsingar um viðburðina koma á næstu dögum!

ÓflokkaðIris