Morgunverðarfundur
Aðgengi að menningu fyrir fatlað fólk
List án landamæra býður stjórnendum og skipuleggjendum menningarviðburða á morgunverðarfund föstudaginn 18. október kl. 9:30 í Bergi í Gerðubergi. Yfirskrift fundarins er Aðgengi að menningu fyrir fatlað fólk. Fluttar verða þrjár hugvekjur en auk þess mun hátíðin leggja fram gátlista sem skipuleggjendur ættu að geta stuðst við til að auka aðgengi. Boðið verður uppá morgunmat en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á fundinum með því að senda póst með titlinum Morgunverðarfundur á netfangið info@listin.is fyrir miðvikudaginn 16. október.
Eftirfarandi aðilar flytja hugvekjur:
Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona og kennari, flytur hugvekjuna: Inngildandi listheimir - ákvörðun sem við þurfum að taka
Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðu leikhúsanna, segir frá vorþingi alþjóðlegu sviðslistasamtakana IETM þar sem þemað var inngilding, fjölbreytni og jafnrétti.
Kristín Björnsdóttir, prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, fjallar um algilda hönnun, inngildandi listsköpun og aðgengi að listasöfnum
Gísli Björnsson og Ragnar Smárason, verkefnastjórar Jafnrétti fyrir alla, verða fundarstjórar og hefja fundinn með innleggi.
List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti fyrir fatlaða listamenn. Eitt af markmiðum hátíðarinnar árin 2019 - 2021 er að auka samtal við stjórnendur og skipuleggjendur í listheiminum með það fyrir sjónum að auka aðgengi fatlaðra listamanna að listheiminum.