Ritlistasmiðja fyrir fatlað fólk

 

Vilt þú taka þátt í ritlistasmiðju fyrir fatlaða fólk dagana 16., 17. og 18. október?

 
 
Leiðbeinandi námskeiðsins: Guðrún Eva MínervudóttirMynd: Vera Pálsdóttir

Leiðbeinandi námskeiðsins: Guðrún Eva Mínervudóttir

Mynd: Vera Pálsdóttir

Hvað?

List án landamæra heldur ritlistasmiðju fyrir fatlað fólk dagana 16., 17. og 18. október. Leiðbeinandi er rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir. Námskeiðinu lýkur með upplestri á lokahátíð Listar án landamæra sunnudaginn 20. október. 

Hvenær?

Hist verður í þrjú skipti á milli kl. 16 og 18 í Gerðubergi. Kennt verður miðvikudaginn 16. október, fimmtudaginn 17. október og föstudaginn 18. október. Þeir þátttakendur sem að vilja mega svo taka þátt í lokahátíð Listar án landamæra sunnudaginn 20. október og lesa upp úr verkum sínum.

Hvar?

Námskeiðið er haldið í Gerðubergi á 1. hæð og er aðgengi gott að kennslustofunni.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla fatlað fólk sem hafa áhuga á skrifum. Þátttakendur mega vinna með hvaða form ritlistarinnar; ljóð, sögur, leikrit o.s.frv. Þess er óskað að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skrifum. Það er alveg nóg að hafa verið að skrifa fyrir sjálfan sig heima hjá sér, svo lengi sem að þú hefur áhuga. 

Hvað kostar?

Námskeiðið kostar ekkert. Við biðjum ykkur að hafa hraðar hendur þar sem einungis eru 10 pláss í boði.


Hvernig skrái ég mig?

Þið getið skráð ykkur með því að senda póst merktan Skrá á ritlistasmiðju á info@listin.is. Í póstinum þarf að koma fram.
Nafn
Símanúmer

Heimilisfang

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 9. október.