Myndir frá NOA í Danmörku

FullSizeRender1.jpg

Í maí 2017 fóru Ragnheiður Maísól, framkvæmdarstýra hátíðarinnar, og listakonan Elín S. M. Ólafsdóttir á fund á vegum NOA, Nordic Outsider Art. NOA var stofnað fyrir tveimur árum af List án landamæra, listastofnuninni Kaarisitla í Finnlandi, GAIA safninu í Danmörku, Inuti listastofnuninni í Svíþjóð og listastofnuninni Kettuki í Finnlandi. Samtökunum er ætlað að efla og styrkja norrænt samstarf fatlaðra listamanna. Áður hafa verið haldnir fundir í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi og var þetta síðasti fundurinn í þetta skiptið.Í Danmörku fengu Ragnheiður Maísól og Elín að skoða marga staði og söfn sem eru sérstaklega ætluð outsider art sem og tvo skóla fyrir fatlaða listamenn. Það var mjög áhugavert að sjá alla þessa starfsemi fyrir list fatlaðra listamenn. Margir staðirnir reka sína eigin búð og gallerý og sum eru með sín eigin leikhús. Á GAIA safninu er t.d. rekin skóli, safn, gallerý, kaffihús, safnbúð, verkstæði, hönnunarstofa og innrömunnarverkstæði, allt með starfsmönnum með fötlun. Okkur þótti þetta til mikillar fyrirmyndar og sérstaklega áhugavert í ljósi þess að ekki fæst fjármagn hér á landi til að leyfa fólki að velja það nám sem að það vill stunda. Okkur fannst nokkuð ljóst að það er því margt sem þarf að laga hérlendis, ef að við viljum standa til jafns við Norðurlöndin. Ef að þið viljið sjá fleiri myndir frá ferðinni þá er hægt að skoða albúm á Facebook síðunni okkar.Ef einhver hefur áhuga á að fræðast meira um samstarfsaðila okkar og þá staði sem að við skoðuðum þá eru hér hlekkir á heimasíður þeirra:GAIA safnið í RandersInuti listamiðstöðin í StokkhólmiKettuki listamiðstöðin í FinnlandiKaarisilta listamiðstöðin í FinnlandiFinnski ljósmyndahópurinn Peeka Eeloma y LyhtyDanski skólinn Bifrost í ÁrósumListamiðstöðin Kunstnerhuset Karavan í ÁrósumListasafnið Ovartaci í Árósum, tileinkað listamönnum sem hafa notað geðheilbrigðiskerfið   

ÓflokkaðIris