Norrænt samstarfsverkefni
List án landamæra er aðili að norrænu samstarfsverki ásamt Inuti í Stokkhólmi, Kettuki og Kaarisilta í Finnlandi og GAIA safninu í Danmörku. Einn listamaður frá hverju landi tekur þátt í verkefninu og býr til vídjóverk. Verkið er tekið upp á hverjum stað fyrir sig. Allir listamennirnir fara síðan til Finnlands í febrúar til að taka þátt í hljóðnámskeiði þar sem hljóðsrás verkanna verður unnin. Loks munu svo verkin verða sýnd á Nýlistasafninu í Stokkhólmi og munu allir listamennirnir einnig ferðast þangað til að vera viðstaddir frumsýninguna. Við vonum svo að við getum fengið verkin hingað til sýningar í vor.Birkir Sigurðsson tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands. Birkir útskrifaðist úr diplómanámi Myndlistaskólans í Reykjavík í vor. Hann hefur unnið í marga miðla í list sinni, m.a. teikningar, skúlpútra og vídjóverk. Í nóvember komu sænsku samstarfsaðilar okkar hingað til að taka aðstoða Birki auk þess sem Marianne Schmith, listamaður frá Inuti, er að gera heimildarmynd um verkefnið. Listháskóli Íslands hefur einnig verið hluti af verkefninu en við fengum aðstöðu í stúdíóinu þeirra til að taka verkið upp. Þetta er s.s. mjög spennandi verkefni sem að við erum mjög glöð að taka þátt í.