Óskað eftir ungu fólki á aldrinum 16 til 30 ára í nýtt sviðslistaverk
Ert þú á aldrinum 16 til 30 ára? Viltu vera með í nýju sviðsverki?
Listakonurnar Ásrún Magnúsdóttir, Olga Sonja Thorarensen og Gunnur Martinsdóttir Schluter leita að ungu fólki með fötlun á aldrinum 16 til 30 ára til þess að taka þátt í nýju sviðsverki.
Þær ætla að búa til verk sem verður frumsýnt á Reykjavík Dance Festival um miðjan nóvember og í kjölfarið sýnt nokkrum sinnum í Tjarnarbíói.
Verkið heitir Fegurð í mannlegri sambúð. Það er unnið í nánu samtali við ungt fólk með fötlun (16 til 30 ára) sem býr á Reykjavíkursvæðinu.
Verkið er verður í formi göngu þar sem unga fólkið gerist leiðsögumenn um sína borgn.
Ef þú ert á aldrinum 16 til 30 ára þá getur þú gerst leiðsögumaður!
Leiðsögumennirnir munu fylgja áhorfendum á staði sem eru þeim þýðingarmiklir.
Þau ætla að deila með okkur sögum, söng, dansi, draumum, augnablikum eða fantasíum á þessum stöðum. Þessi staður getur verið ákveðinn veitingastaður, torg, heimili einhvers eða allt þar á milli.
Hver meðlimur hópsins velur sér stað sem er þeim kær og þau vilja deila með öðrum.
Við þekkjum Reykjavík á ólíkan hátt, höfum upplifað staði og augnablik með okkar augum.
Við eigum mismunandi minningar af sömu stöðum.
Hér gefst möguleiki á að ferðast saman sem einn stór fjölbreyttur hópur og fá að kynnast borginni í gegnum augu nágranna okkar.
Fyrsta námskeiðið verður 30. september til 7.október.
Það verður æft aftur saman í nóvember.
Verkið verður frumsýnt um nóvember.
Áhugasamir geta skráð sig á asrunm@gmail.com