Stefnumótun 2019 - 2021


 

FJÖLBREYTILEIKI - JAFNRÉTTI - SKÖPUNARKRAFTUR

Einkunnarorð List án landamæra

 

List án landamæra haldin með breyttu sniði árið 2019

Veturinn 2018 til 2019 fór stjórn hátíðar í stefnumótunarvinnu fyrir hátíðina. Stefnumótunarvinnan var unnin í samtali við listafólk, notendur og áhorfendur hátíðarinnar. Slík vinna hefur ekki verið gerð fyrir hátíðina áður og er hún gríðarlega mikilvæg svo að List án landamæra geti vaxið og dafnað í takt við menningarlandslagið. Í kjölfar stefnumótunar hafa verið gerðir nokkrar breytingar á grunnstarfsemi hátíðarinnar sem listaður eru nánar hér að neðan ásamt helstu markmiðum hátíðarinnar árin 2019 - 2021.


Helstu breytingar á fyrirkomulagi hátíðarinnar eru eftirfarandi:

  • List án landamæra verður haldin einu sinni á ári að hausti

  • Dagskrá hátíðarinnar verður sýningarstýrt af listrænum stjórnanda en framtíðarmarkmið hátíðarinnar er að ráða framkvæmdarstjóra og listrænan stjórnanda

  • Opinber dagsrká hátíðarinnar verður haldin á einum og sama staðnum

  • Allir sem vilja geta skrá viðburði og sýningar á Utandagskrá hátíðarinnar

  • Hátíðin mun standa fyrir alþjóðlegum samstarfsverkefnum til þess að auka tækifæri íslenskra listamanna erlendis


SKIPULAG HÁTÍÐAR

Hátíðin er haldin á afmörkuðum tíma að hausti. Á hátíðinni eru allar listir sýndar svo fremur sem hægt er. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annarsvegar er um að ræða opinbera dagskrá sem skipulögð er af listrænum stjórnanda Listar án landamæra og hins vegar utan dagskrár viðburði. 

Listrænn stjórnandi velur viðburði og verk inná opinbera dagskrá hátíðarinnar og hefur þar listræn markmið í forgrunni. Á opinberri dagskrá hátíðarinnar er því listræn stjórnun, en allir geta skipulagt viðburði á dagskrá hátíðarinnar í svo kallaðri "off-venue" dagskrá. Opinbera dagskráin er haldin á einum og sama stað og þar eru einnig málþing, námskeið o.fl.. Utan-dagskrár, eða “off-venue” sér hver og einn skipuleggjandi alfarið um fjármögnun og skipulag á sínum viðburði, en viðburðurinn er hluti af auglýstri dagskrá hátíðarinnar. 

Árlega velur hátíðin sér listamann ársins og getur hver sem er tilnefnt listamann. Listamaðurinn getur komið úr hvaða listgrein sem er og er sérstök áhersla lög á verk listamannsins á hátíðinni. Einnig verður efni eftir listamanninn birt á samfélagsmiðlu og á auglýsingaefni hátíðarinnar.


TILGANGUR HÁTÍÐAR

Tilgangur Listar án landamæra er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. 


MARKMIÐ LISTAR ÁN LANDAMÆRA 2019 - 2021 ERU:

  • Að skapa faglegan vettvang fyrir fatlaða listamenn og stuðla að sýningum í viðurkenndum sýningarrýmum

  • Að stuðla að samstarfi á milli ólíkra hópa og einstaklinga í gegnum listsköpun.

  • Að vera vettvangur fyrir allar listir.

  • Að vera einstök og lifandi hátíð.

  • Að fjölga starfsmönnum hátíðarinnar til að dreifa álagi og bæta hag hátíðarinnar, skipta starfi framkvæmdarstjóra í tvö störf; listrænan stjórnanda og framkvæmdarstjóra.

  • Að hafa listrænt stýrða dagskrá sem haldin er á einum stað sem getur hýst alla viðburði sem skipulagðir eru af listrænum stjórnanda.

  • Að bjóða öllum að skrá sína eigin viðburði á dagskrá hátíðar, svo kallaða
    off-venue dagskrá, og geta þannig boðið öllum að taka þátt.

  • Að efla norrænt samstarf og standa fyrir fleiri norrænum sýningarverkefnum.

  • Að finna leiðir til að stuðla að þátttöku fatlaðs fólks í listviðburðum utan Höfuðborgarsvæðisins.

  • Að auka sýnileika hátíðarinnar og fatlaðs listafólks í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

  • Að auka samtal við stjórnendur og skipuleggjendur í listheiminum.

  • Að auka fjármagn til hátíðarinnar.

Stjórn og starfsfólk  Listar án landamæra leggja metnað í að ná öllum þessum markmiðum til þess að hátíðin geti vaxið og dafnað enn frekar. 

List án landamæra