Vopnahlé strax!
Frá stjórn og stjórnendum Listar án landamæra.
Tafarlaus vopnahlé!
Í stríði tapa öll.
Í stríði glatast mennska og samkennd.
Í stríði verður fatlað fólk oft mjög illa úti.
Í Palestínu er fatlað fólk í mikilli hættu, án nokkurrar aðstoðar og mörg hafa verið drepin.
Margt fatlað fólk getur ekki flúið árásirnar og á sér ekkert skjól.
Fjölskyldur, börn, fullorðin og eldra fólk hafa verið drepin eða hrakin á flótta.
Staðan er hræðilegri en orð fá lýst.
List án landamæra tekur skýra afstöðu gegn stríði, morðum og mannréttindabrotum.
Það er okkur öllum skylt.
List án landamæra tekur undir með fjölmörgum hjálpar- og mannréttindasamtökum um allan heim og fordæmir árásir ísraelskra stjórnvalda á Palestínu.
List án landamæra krefst tafarlauss vopnahlés.
List án landamæra tekur undir kröfur mannréttindasamtaka á Íslandi og krefst þess að palestínskt flóttafólk sem er hér fái strax alþjóðlega vernd á Íslandi.
Með von um frið
Virðingarfyllst, stjórn og stjórnendur Listar án landamæra,
Ásta Sóley Haraldsdóttir
Gísli Björnsson
Guðríður Ólafs- og Ólafíudóttir
Davíð Freyr Þórunnarson
Helga Gísladóttir
Íris Stefanía Skúladóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Lára Þorsteinsdóttir
Margrét M. Norðdahl
Margrét Pétursdóttir
Ólafur Aðalsteinsson
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Sunnefa Gerhardsdóttir