Listahátíðin List án landamæra leitar að framkvæmdastjóra!

Framkvæmdastjóri Listar án landamæra Listahátíðar

Ert þú næsti framkvæmdastjóri Listar án landamæra?

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list eftir fatlað listafólk.

Helstu hlutverk framkvæmdastjóra eru að sjá um fjármál og praktísk atriði en starfið felur líka í sér skapandi vinnu með listrænum stjórnanda hátíðarinnar.

Nánar um starfið:

List án landamæra er listahátíð þar sem stór hópur fólks, fatlaðir og ófatlaðir, sýnir listsköpun sína: myndlist, leiklist, tónlist og handverk. Í ár mun hátíðin eiga sér stað í október en það verða líka nokkrir viðburðir vor og sumar 2024. Þegar er starfandi við hátíðina einn starfsmaður sem listrænn stjórnandi. Möguleiki er á því að starfsmenn bætist við í einstök verkefni á borð við markaðssetningu.

Listrænn stjórnandi starfar í umboði sex manna stjórnar og framkvæmdastjóri er ráðinn af listrænum stjórnanda með samþykki stjórnar. Ráðningartímabil hefst sem fyrst og stendur til desember 2024 (með möguleika á framlengingu). Um er að ræða að meðaltali 50% starf þar sem vinnutími er sveigjanlegur og eftir samkomulagi. Gera skal ráð fyrir því að vinnuálagið verði mest í kringum hátíðina, þ.e. í september og október.

Hlutverk

  • Heldur utan um styrktarumsóknir

  • Fjármálaumsjón

  • Praktískt skipulag sýninga og viðburða

  • Hugmyndavinna með listrænum stjórnanda og listafólki

  • Umsjón með markaðssetningu og samfélagsmiðlum ásamt listrænum stjórnanda

  • Ráðning starfsfólks í sérverkefni ásamt listrænum stjórnandi og stjórn (ljósmyndara, grafíska hönnuði, o.þ.h.)

Hæfniskröfur

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

  • Reynsla af styrktarumsóknum

  • Reynsla af bókhaldsvinnu

  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

  • Reynsla af viðburðarskipulagi og/ eða menningartengdri verkefnastjórnun

  • Þekking og áhugi á listum

  • Þekking og áhugi á málefnum fatlaðs fólks

Umsóknarfrestur er til með 26. janúar 2024.

Sendið ferilskrá og kynningarbréf á info@listin.is eða sækið um í gegnum Alfreð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Ertu með spurningar? Spurningum svara listrænn stjórnandi, Jóhanna Ásgeirsdóttir, joa@listin.is

List án landamæra